Vikan


Vikan - 29.08.2000, Side 12

Vikan - 29.08.2000, Side 12
hennar þekkti augljóslega vel til staðhátta á Rangárvöllum og þess vegna er erfitt að trúa að hann hafi getað gert svo hraparleg mistök sem þessi. Og þá hefur verið nefndur til sögu sá sem menn hafa löngum velt fyrir sér hver væri, höfundur Njálu. Um það hafa fræðimenn deilt löngum stundum og margir menntunarsnauðari líkt því við deilur um keisarans skegg. En sá góði maður stíg- ur á svið í Sögusetrinu þegar kvölda tekur og ferðamenn koma úr leiðangrinum með Magnúsi bónda. Menn eru þá venjulega orðnir þokkalega undir það búnir að mæta þessum merkismanni í eigin persónu en til að gera þeim fundinn enn árangursríkari er boðið upp á dýrindiskvöld- verð í skála Sögusetursins sem er eftirlíking af skála frá þjóðveldisöld. Þar er jafnan þétt setinn bekkurinn og grið- konur ganga um beina með heimsins besta lambakjöt, glóðarsteikt þar á staðnum og minna menn á að Suðurlands- fjórðungur er og var gnægta- búr. Ö1 og vín geta menn teyg- að að fornum sið með mat sínum þótt gest- gjafinn biðji þá vin- samlegast að láta það vera að þakka fyrir sig að hætti Egils Skalla- Grímssonar sem spjó yfir bónda eft- ir að hafa verið öl- kær um of við veisluborðið. Egla gerist í Borgarfirði og Dölunum og um Rangárvelli eru menn dannaðri en svo að þessara varnaðarorða þurfi með. Drykkir eru bornir fram í leir- krúsum sem skreyttar eru merki Sögusetursins. Fyrirmynd merkisins er Tröllaskógarnælan sem fannst í Tröllaskógi á Rangár- völlum. Þetta er silfurnæla og geysilega falleg að allri gerð. Nælan sýnir tvær slöngur eða snáka sem hringa sig utan um dreka. Hún kom í Þjóðminja- safnið árið 1918 og er í Ur- nesstíl en það var síðasti dýra- myndastíll víkingaaldar. Næl- an er talin hafa verið smíðuð árið 1050 og hægt er að kaupa eftirlíkingar af henni úr silfri og tini í minjagripaverslun Sögusetursins. Hallgerður fóður fyrir brasgjarna íslendinga Ekki er laust við að spenn- ingur sé í mönnum meðan matast er því það er ekki á hverjum degi sem hægt er að líta höfund þeirrar íslend- ingasögu sem er hvað fræg- ust og mest lesin. Loks birt- ist hann og er fljótur að til- kynna að hann ætli að leið- rétta ögn misskilning þann sem ríkt hafi um Hallgerði hans í gegnum aldirnar. Hún hafi alls ekki verið það skass sem menn vilji vera láta. Hann undrar sig örlítið á því að kona sem hvergi hafi ver- ið til nema í hans hugarheimi hafi reynst þjóðinni svo lífseigt þrætuepli og bendir á að hugsanlega segi það meira um þjóðina en Hallgerði. Hann rekur því næst söguna og bendir á margt sem telja verður Hallgerði til málsbóta og ýmislegt sem skýrir hegð- un hennar. Meðal annars bendir hann á þá staðreynd að í móðurætt Hallgerðar var að finna rammgöldrótt og feiknarlegt fólk. Leikþátturinn heitir Engi vil ég hornkerling vera og það er Arthúr Björgvin sem bregður sér í hlutverk ritsnill- ingsins. Einþáttungurinn er skreyttur hljóðmyndum þar sem samtöl úr sögunni eru leiklesin og það er gert svo snilldarlega að oft efast áheyrendur um að það séu aðeins tvær raddir sem lesi. Svala Arnardóttir, kona Arthúrs, aðstoðar hann og Hreinn Valdimarsson hljóð- maður sá um að bæta inn í leikhljóðum og koma þessum hljóðmyndum í þann búning sem þær síðan berast í til áheyrenda í skálanum. Fugla- söngur heyrist þegar Gunnar og Hallgerður ræðast við á Þingvöllum og eftir því sem Höfuiidur Njálu sprcttur Ijóslif- andi fram í skála Siigusctiirsins og tckur upp hanskann fyrir sögupcr- sónu sína HallgcrAi langbrók. við á vindgnauð eða raddir annarra í bakgrunninum. Þessi leikhljóð gera það að verkum að hljóðmyndirnar verða ótrúlega lifandi og það er nánast eins og sögupersón- ur Njálu verði raunverulegar og raddir þeirra berist manni yfir móðu aldanna. Lýsingin í skálanum er sömuleiðis til að auka áhrifin. Aðeins miðja skálans er lýst með daufum rafljósum en á áhorfendabekkjunum eru kertaljós látin nægja. Nota- legt hálfrökkrið með flökt- andi kertaljósabirtu er auð- vitað vel til þess fallið að vekja ímyndunaraflið af blundi og því er auðvelt að ferðast í huganum aftur á söguöld og þangað sem höf- undur Njálu dvaldi meðan hann ritaði söguna á kálf- skinn. Þegar leikþættinum lýkur koma fram þrír stórsöngvar- ar úr sveitinni og syngja lög eftir Jón Laxdal við ljóð Guð- mundar Guðmundssonar skólaskálds. Ljóðabálkurinn rekur söguna svo verk þetta má kalla söngleik og hyggst Arthúr jafnvel setja upp allt verkið. Jón Smári Lárusson syngur hlutverk Gunnars á Hlíðarenda, Gísli Stefánsson er Kolskeggur og Sigurður Sigmundsson er í hlutverki Njáls. Halldór Óskarsson leikur undir á píanó. Margir þekkja eflaust ljóð Guð- mundar en færri hafa notið þess að heyra þau sungin. Lög Jóns eru frábær og virkilegur fengur væri í því ef verkið yrði flutt í heild. Hvort sem af því getur orðið eða ekki þá hef- ur forstöðumaður Söguset- ursins á Hvolsvelli unnið frá- bært starf. Allir áhugamenn um Njálu ættu að drífa sig þangað og njóta þess sem þar er að finna og aðrir ættu ekki síður að leggja þángað leið sína því það yrði ábyggilega til að kveikja með þeim áhuga á þessu stórkostlega bók- menntaverki sem allir Islend- ingar ættu að lesa og njóta. 12 Vikan Hcinisniynd á söguiild var uni niargt ólík því scni við þckkjuni.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.