Vikan


Vikan - 29.08.2000, Page 30

Vikan - 29.08.2000, Page 30
Samantekt: Guðríður H a r a I d s d ó 11 i r Uertu ánægð með Hig Líttu jákvæðum augum á sjálfa þig. Ef þú hefur lágt sjálfsmat skaltu skrifa niður alla kosti þína og gera það á heiðarlegan hátt. Láttu allt koma fram, hæfni þína, útlit og gáfur. Mundu að það er ekki bara sniðuga og fyndna fólkið sem hefur útgeislun heldur einnig fólkið sem hef- ur sjálfstraustið í lagi. Ekki vera fölsk Ekki segja eitthvað um fólk sem þú getur ekki sagt við það augliti til auglitis. Ef þú talar sífellt illa um náungann hætta vinir þínir að treysta því að þú talir ekki líka illa um þá. Brostu meira Ef þú brosir til fólks þá brosir það ósjálfrátt til baka. Ef bros þitt nær til augnanna er það heiðarlegt bros. Varastu samt að brosa þegar þú ert ekki í skapi til þess, úr því verður bara gretta. Fólk getur séð það langar leiðir ef bros þitt er falskt. Klæddu pig í stíl við ÞIG Ef þú gengur í fötum sem klæða þig vel og þú ert ánægð með hefur það áhrif á sam- skipti þín við aðra. Þú verð- ur öruggari með þig á allan hátt. Kauptu þér föt sem eiga vel við líkamsbyggingu þína en ekki endilega föt sem eru í hátísku og þú veist að klæða þig illa. Ef þú getur ekki stillt þig um að ganga í svörtu berðu þá skartgripi við eða slæðu í fallegum lit/litum. Engar efasemdir um sjálfa Digi Þú getur eyðilagt ýmsar kringumstæður fyrir þér ef þú efast alltaf um orð þín, gjörð- ir og jafnvel útlit. Fólk sem þú hittir er í fæstum tilvikum að leita að mistökum eða göllum í fari þínu. Það langar að hitta manneskju sem er viðræðu- góð og sýnir öðru fólki áhuga. Hættu að kvarta Það sem skilur á milli sigur- vegara og þess sem verður undir er það hvernig þeir takast á við vandamál lífsins. Að kvarta og kveina yfir mót- læti leysir engin vandamál heldur þreytir þá sem þurfa að hlusta á þig. Þeir hafa nægileg vandamál sjálfir þó svo þeir þurfi ekki að hlusta á þín. Á meðan fólk virðist ekki hafa miklar áhyggjur af lífi þínu, hafðu það þá fyrir þig og hættu að kvarta. Lærðu að slaka á Láttu axlir þínar síga nið- ur, andaðu djúpt og segðu við sjálfa þig: „Ég er róleg og afslöppuð.“ Að anda djúpt hjálpar í raun þeim hluta heil- ans sem vinnur yfirvinnu þeg- ar þú ert kvíðin. Ef þú þjáist af streitu getur þú auðveld- lega stressað þá sem standa þér næst. Ef þú ætlar þér, í fullri alvöru, að láta streituna ekki ná valdi á þér mun þér takast það. Horfðu á björtu hliðarnar Hugsaðu um alla þá já- kvæðu hluti sem gerast á hverjum degi og þér finnast vera sjálfsagðir. Þér þykir sjálfsagt að pósturinn komi alltaf daglega með póst til þín, þú getur verið tvisvar í röð í dýru fínu sokkabuxunum áður en kemur lykkjufall á þær og þú finnur laust stæði á Laugaveginum en ef þetta brygðist alltaf myndi það gera þig brjálaða. Ef þú lærir að meta þessa litlu, góðu hluti í lífinu verða þeir erfiðu lítil- vægari. Ekki sýna dómhörku Reyndu að horfa fram hjá göllum fólks. Ekki eru allir eins og þú og hver segir að þú sért fullkomin? Þótt þú talir ekki um hvað þér finnist um viðkomandi getur hann auð- veldlega fundið það. Reyndu að sjá það jákvæða í fari fólks, sama hversu lítið það er. Ef fólk finnur tilhneigingu til dómhörku hjá þér er líklegra að það forðist þig en að það langi til að fá þig í vinahópinn. Gefðu öðrum tíma Ef þú hefur lítið að gefa munu vinir þínir velta fyrir sér hvað þeir séu að ómaka sig við að hafa samband við þig. Ef einhver hringir eða kem- ur í heimsókn til þín, taktu honum þá vel. Ef þú vilt ekki að vinir þínir komi óvænt í heimsókn, biddu þá að hringja fyrst. Þá er auðvelt að segja þeim á vingjarnlegan hátt að þú sért upptekin eða að þú viljir endilega fá þá í heimsókn. Uertu áhugauerðari Þegar mikið er um að vera í lífi þínu hefur þú frá fleiri og skemmtilegri hlutum að segja. Ef þú auðgar líf þitt, færð þér skemmtilegt áhuga- mál eða sest á skólabekk aft- ur hefur það ekki aðeins góð áhrif á sjálfstraust þitt held- ur gætirðu einnig eignast nýja og áhugaverða vini. Taiaðu hægar Við notum að meðaltali um 70% af tíma okkar í samskipti við annað fólk. Ef þú breytir samskiptamynstrinu, ferð að tala lægra og hægar, hlustar fólk frekar á það sem þú seg- ir. Margir stjórnmálamenn hafa tileinkað sér þessa tækni með góðum árangri. Uertu fáguð Það kostar ekki mikið að láta fólki líða betur. Þegar einhver sem þú þekkir er í glæsilegum fötum, hefur búið til góðan mat eða endurinn- réttað íbúðina sína er alveg sjálfsagt að hrósa viðkom- andi. Gættu þess þó að fara ekki yfir strikið í hrósinu, þá getur það virkað falskt og breyst í andhverfu sína. Brjóttu fsinn Oft getur verið erfitt að finna umræðuefni við hæfi þegar þú hittir einhvern í fyrsta skiptið. Gott er að brjóta ísinn með því að spyrja viðkomandi hvar hann hafi eytt sumarleyfinu sínu. Ef þú hefur ekki farið þangað sjálf er líklegt að þú þekkir ein- hvern sem hefur gert það eða þú hafir séð eitthvað um stað- inn í sjónvarpinu. Ef ekki þá geturðu bara forvitnast og spurt. Flestir eru ánægðir þegar þeir tala um sjálfa sig og það sem þeir gera! 30 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.