Vikan - 29.08.2000, Side 45
Þórunn Slefánsdóttir þýddi
ir tónleika.
„Ekki minnast á mat! Komdu,
við skulum drífa okkur!“
Þær komust leiðar sinnar án
þess að nokkurn grunaði hverjar
væru þar á ferðinni og Annie var
fylgt út úr bílnum að búningsher-
berginu undir sviðinu. Strákar-
nir í hljómsveitinni voru mættir
og biðu þeirra fölir og spenntir.
Brick var sá eini sem lét sem ekk-
ert væri. Einn aðstoðarmannanna
færði honum stóran hamborgara.
Gítarleikarinn horfði á hann fá
sér stóran bita og flýtti sér fram
á baðherbergið.
„Þú ert með stáltaugar," sagði
Annie reiðilega við Brick og leit
undan.
„Ég er einfaldlega svangur, ég
er búinn að vera á fullu í allan
dag,“ sagði hann sár.
„Þú ert sísvangur!" sögðu fé-
lagar hans í kór og hentu blöð-
um og skóm í áttina til hans.
Hann beygði sig undan og hló.
„Þið eruð ekkert annað en and-
legir aumingjar!"
„Ertu taugaóstyrk, elskan?“
spurði Phil og kyssti hana á kinn-
ina.
„Ég er lömuð af skelfingu.“
„Þú veist að það breytist um
leið og þú stígur á sviðið," sagði
hann.
Hún gretti sig þegar hún heyrði
hávaðann frá tónleikagestunum
sem voru að hlusta á frönsku
hljómsveitina sem hitaði upp fyr-
ir tónleikana.
„Ég veit það, en það hjálpar
mér ekki hætis hót. Það eru ekki
fiðrildi sem sveima um í magan-
um á mér, heldur tígrisdýr." Hún
horfði á Brick innbyrða stóran
skammt af frönskum kartöflum.
„Og það hjálpar ekki að horfa á
þessa lifandi ruslatunnu háma í
sig illa lyktandi mat. Ég er
hneyksluð á Frökkum að selja
þetta ruslfæði. Ég hélt að þeir
hefðu betri smekk en það.“
„Þeir búa til frábæra hamborg-
ara!“ sagði Brick ánægður á svip-
inn.
„Sennilega úr hrossakjöti!“
sagði gítarleikarinn.
Brick horði á hann, skelfingu
lostinn. „Borða þeir hrossakjöt?"
Allir viðstaddir kinkuðu kolli
og Brick varð grænn í framan.
Phil skellihló. „Jæja, biðin er
brátt á enda. Upphitunarhljóm-
sveitin er góð og allir verða
komnir í rétta skapið þegar kem-
ur að ykkur.“ Hann horfði á
klukkuna. „Eftir fimm mínútur
getur hljómsveitin farið á svið og
þú ferð á eftir þeim um leið og þér
verður gefið merki.“
Annie flýtti sér inn á baðher-
bergið, kófsveitt frá hvirfli til ilja.
Hún kúgaðist og skvetti framan
í sig köldu vatni. Hún vildi óska
þess að maginn í henni róaðist.
Allt í einu var bankað á dyrnar.
„Annie?“
Hún stífnaði upp. Hún þekkti
þessa rödd. Þetta var Marc. Hvað
var hann að gera þarna? Hún
hafði ekki átt von á því að hitta
hann. Hún gerði tvær tilraunir
áður en hún gat svarað.
„Já?“
„Hljómsveitin er farin á svið-
ið. Þú þarft að fara upp eftir fimm
mínútur."
„Ó.“ Maginn í henni snerist
eins og þvottavél.
Dyrnar opnuðust. „Má ég
koma inn?“
„Nei! Hvar er Phil? Hvar er
Díana?“ Hún æddi um gólfið, æst
og kvíðin.
„Hættu þessu!“ Rödd hans var
róleg og ákveðin. Hann tók utan
um hana og hélt henni fastri með-
an hún barðist um á hæl og
hnakka.
„Slepptu mér! “ Hvers vegna er
Díana ekki hér? Hún er alltaf hj á
mér ... og Phil... Hvar eru þau?“
Hún reyndi að ýta honum frá sér
þótt hana langaði síst af öllu til
þess.
„Þau bíða eftir þér uppi. Ég
sagðist ætla að ná í þig. Þú ert
stjarnan mín hér í Frakklandi og
ég sagðist ætla að gæta þín þar til
þú færir á sviðið ...“ Hann strauk
yfir hárið á henni, blíðlega eins og
hún væri hrætt dýr.
„Ég er vön að hafa þau hjá
mér,“ sagði hún. „Ég vil að þau
komi.“
„Nei, Annie. Það er ekki rétt,“
sagði hann blíðlega. „Þú sagðist
sjálf vera orðin stór stelpa og þú
þarft ekki á þeim að halda.“
„Ég þarf ekki heldur á þér að
halda!“ sagði hún, þótt hana
dauðlangaði að slaka á í fanginu
á honum. Henni varð hugsað til
draumanna og tárin komu fram í
augun á henni.
„Ertu alveg viss um það,
Annie?“ hvíslaði hann. Hendur
hans leituðu upp eftir bakinu á
henni og hann þrýsti henni fast-
ar að sér.
Hún titraði. „Mig dreymdi aft-
ur sama drauminn þegar ég var
að hvfla mig á hótelinu,“ hvíslaði
hún. „Aftur og aftur ... Hvers
vegna léstu mig dreyma þessa
drauma? Mig dreymdi þá aldrei
áður en ég hitti þig. Ég er viss um
að mig dreymir þessa drauma það
sem eftir er, drauma um undar-
lega atburði sem ég man ekki eft-
ir að hafa upplifað."
Hann kyssti hana á augun.
„Ekki hugsa um þá núna. Þú þarft
að fara á sviðið og syngja.“
„Ég get það ekki,“ sagði hún
og greip um handleggina á hon-
um.
„Víst getur þú það,“ sagði hann
róandi. „Ég fylgist með þér.
ímyndaðu þér að í þetta sinn
syngir þú fyrir mig einan."
Hann kyssti hana og hún
reyndi ekki að berjast á móti.
Hún lagði hendurnar um hálsinn
á honum og þrýsti sér upp að hon-
um. Hún hafði ekki meint það
sem hún sagði. Hún þarfnaðist
hans ekki síður en hann þarfnað-
ist hennar.
Marc varð fyrri til að draga sig
til baka.
„Við verðum að fara,“ sagði
hann andstuttur og leiddi hana
fram á ganginn sem lá að sviðinu.
Allir brostu til hennar og óskuðu
henni góðs gengis, á frönsku og
ensku. Hún heyrði ekki orð af því
sem þau sögðu en brosti ósjálfrátt
og kinkaði kolli. Henni leið eins
og hún væri á leiðinni í gapa-
stokkinn.
Þau námu staðar við sviðið.
Phil og Dí komu og kysstu hana
á kinnina en Marc sleppi ekki af
henni takinu. Forvitnin skein úr
andlitum þeirra.
Hljómsveitin var komin á svið-
ið og áhorfendur kölluðu nafn
hennar í sífellu: „Annie! Annie!
Annie!“
Loksins kom merkið sem hún
hafði beðið eftir. „Og hér kemur
hún ..." Brick sló á trommurnar.
„Sú sem þið hafið beðið eftir ...
hér er hún... í fyrsta sinn í Frakk-
landi... ætlið þið ekki að bjóða
hana velkomna ..? Annie Dur-
mont!“
Mikil fagnaðarlæti brutust út í
salnum. Marc kyssti hana á koll-
inn og ýtti henni blíðlega fram á
sviðið. Ósjálfrátt gerði Annie
réttu hreyfingarnar og hljóp fram
á mitt risastórt sviðið undir hróp-
um áhorfendanna. Hún stillti sér
á mitt sviðið með hendurnar á
lofti eins og hún vildi faðma alla
viðstadda að sér. Hún brosti og
allur taugaóstyrkur hvarf eins og
dögg fyrir sólu.
„Salut!“ kallaði hún í hljóð-
nemann.
„Salut, Annie, kölluðu áhorf-
endur á móti.
Vikan
45