Vikan


Vikan - 29.08.2000, Qupperneq 49

Vikan - 29.08.2000, Qupperneq 49
• Flestir hafa einhvern tíma lent í því að síða peysan þeirra varð að mittispeysu eftir þvott eða ullarbolurinn víkkaði um helming. Til að halda upphaf- legu formi fatanna skaltu leggja flíkina á blað eða bökun- arpappír fyrir þvott og teikna útlínur hennar með blýanti. Eftir þvottinn er auðvelt að leggja flíkina á blaðið, forma hana þangað til hún situr ná- kvæmlega á sínum stað og næla fasta með títuprjónum. • Næst þegar þú þarft að festa tölu skaltu prófa að taka lfm- band og líma töluna á fhkina til að halda henni á sínum stað meðan þú saurnar fyrstu spor- in. Eftir saumaskapinn tek- urðu límbandið í burtu og get- ur verið viss um að talan sé á þeim stað sem hún átti upphaf- lega að vera. • Langi þig í skínandi kopar- potta og pönnur er til einfalt ráð. Flelltu tómatsósu eða tómatkrafti blönduðum vatni í pottana og láttu standa í fimmtán mínútur. Sýran í tómatsósunni lætur koparinn glansa. Rannsóknir sýna... ...að samband sé milli gælu- dýra og hárra einkunna! Þannig á börnum sem eiga gæludýr að ganga betur í skóla. Ástæðan er sögð sú að dýrin hjálpi börnun- um að slappa af og skerpa ein- beitinguna. Samkvæmt rann- sókninni gera hamstrar mestu kraftaverkin. Átt þú einn slík- an?! ...að mjög mismunandi er hvað kynin þola verst í fari tengdafjölskyldna sinna. Konur kvarta mest yfir fjölskyldum sem taka alltaf málstað sonarins og koma í heimsókn án þess að láta vita áður. Karlar þola aftur á móti verst tengdafjölskyldur sem koma í heimsókn of oft og tala við þá meðan þeir eru að reyna að horfa á sjónvarpið. Kannist þið við þetta?! ...að afskorin blóm endast mun lengur ef einhverju af eftir- töldu er bætt út í vatnið: Fjölvítamíni, aspiríni, teskeið af sykri, örlitlu af salti eða ögn af matarsóda. ... að minnka má verkina sem fylgja liðagigt með því að borða kirsuber. í berjunum eru bólgu- eyðandi efni sem eru tíu sinnum sterkari en aspirín. Læknar mæla með um tuttugu berjum á dag til að koma skapinu í lag. ...að besta leiðin til að byggja upp traust samband milli for- eldra og barna sé að segja börn- unum sögur. Það dýpki tengslin og örvi sköpunargáfu beggja að- ila. Noti foreldrar nöfn og hæfi- leika barnanna í sögurnar auki það sjálfsmat þeirra verulega. Sérfræðingar benda á að foreldr- ar þurfa ekki að hafa áhyggjur af lélegum söguþræði. Þeir segja börnin ósjálfrátt einblína á þá staðreynd að mamma og pabbi séu að búa til sögu sérstaklega fyrir þau. ...að koma má í veg fyrir fúl- an andardrátt með því að drekka te unnið úr alfalfa jurtinni en hún hefur bakteríudrepandi eigin- leika. Sérfræðingar mæla með einum bolla á morgnana og öðr- um á kvöldin. ...að einiber reynast gagnleg í baráttunni við tíðaverki. Bland- aðu einni teskeið af þurrkuðum einiberjum út í heitt vatn og drekktu í botn. ...að brún hrísgrjón innihalda þrisvar sinnum meira af trefjum en hvít hrísgrjón. Trefjar eru lík- amanum nauðsynlegar og sér- fræðingar segja að með því að borða meira af þeim getum við minnkað hættuna á ristilkrabba- meini. Vikustelpurnar UNNU KEPPNINA! Kúrekastelpurnar, sem voru fulltrúarVikunnar ÍVestmanneyjum, unnu búningakeppn- ina á þjóöhátíöinni með stæl! Stelpurnar voru auk þess langvinsælustu fulltrúarnir á svæðinu þar sem þær dreifðu frítt verjum í boði Vikunnar. Þær fengu mörg bros og margar góðar kveðjur og skemmtu sér konunglega. Það er aldrei að-vita nema stelpurnar hafi bjargað einhverjum frá kynsjúkdómasmiti eða fækkað fóstureyðingum á þessu ári, en hvort sem svo hefur verið eiga þær miklar þakkir skildar fyrir að hjálpa okkur að verja heilsu ungra l’slendinga! Til hamingju stelpur!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.