Vikan - 29.08.2000, Side 58
Kennarinn lagði barnið mitt í einelti
Fyrir nokkrum árum bjo ég
tímabundið, ásamt tveimur
börnum mínum, í stórum kaup-
stað úti á landi. Dottir mín var
13 ára og sonurinn níu ára.
Okkur leið vel á bessum stað,
ég var í géðri vinnu og börnin
blámstruðu. Sumarið sem við
fluttum bangað var yndislegt
og ég eignaðist marga góða
vini. En svo kom veturinn og bá
breyttíst alit, að minnsta kosti
hjá Daða syni mínum.
talaði við hana og hún var líka
ósköp indæl í upphafi símtals-
ins og tjáði mér að allt gengi
svo vel hjá Daða. Þegar ég
sagði henni að honum liði illa
í tímum hjá henni breyttist
viðmótið heldur betur og
röddin kólnaði öll. Ég sagði
henni að Daði væri fremur
viðkvæmur og hræddist það
að fólk hækkaði raustina við
hann. Sólveig sagðist ekki
geta sett hann í einhvern sér-
stakan flokk og alls ekki
breytt röddinni bara fyrir
hann. Hún hefði kennt lengi
og aldrei fengið kvörtun.
Henni virtist algjörlega
standa á sama þótt Daði væri
vansæll hjá henni. Hún kvart-
aði ekkert undan honum í
símtalinu eins og ég hafði þó
búist við, miðað við hvernig
hún lét við hann. Ég veit að
Daði getur verið utan við sig
og tekur þátt í skvaldri með
hinum krökkunum en hann
er sjaldnast upphafsmaður að
því. Hann hefur alltaf verið
álitinn rólegur drengur og
mikil! ljúflingur. Ég gat ekki
skilið hvers vegna hún var
svona vond við hann. Ég
kvaddi Sólveigu á rólegu nót-
unum og sagði henni að þetta
hlyti að lagast af sjálfu sér.
Hún hnussaði bara á móti og
kvaddi stuttaralega. Ég ákvað
að bíða átekta og sjá hvort
viðmót hennar breyttist ekki
við drenginn. Mér bæri að
treysta henni sem kennara-
num hans og fullorðinni
manneskju. Daði hélt áfram
að fá martraðir nokkrum
sinnum í viku og áhyggjur
mínar jukust. Einn daginn
settist ég hjá honum og sagði
að ég vildi að þetta vandamál
leystist. Ég bað hann um að
gefa mér eitlhvert dæmi um
það á hvaða hátt hún væri
vond við hann. Hann sagði að
ef nokkrir krakkar væru að
tala saman í tímum öskraði
hún alltaf bara á hann og bæði
hann um að halda sér saman.
Hin börnin fengju engar
skammir. Hann væri einnig
skammaður þótt hann væri
bara að snúa sér við til að
horfa á hina krakkana tala.
Svo var haldin jólaskemmt-
un í skólanum en ég komst
ekki þangað vegna vinnu
minnar því þetta var um miðj-
an dag. Nágrannakona mín
átti dóttur í hinum níu ára
bekknum og fór til að horfa
á börnin skemmta. Rétt áður
en bekkurinn hans Daða átti
að ganga inn á sviðið voru
börnin að skvaldra og hvíslast
á í röðinni. Nágrannakona
mín, Guðrún, sá Sólveigu
ganga að Daða, taka í öxlina
á honum og hrista hann og
segja: „ Af hverju ertu að gera
mér þetta, drengur? Geturðu
ekki einu sinni verið almenni-
legur núna?“ Guðrúnu brá
við því hún var að fylgjast
með Daða, englinum sínum,
eins og hún kallaði hann, og
sá greinilega að þótt hann
hefði verið að pískra var hann
Daði sagði að ef nokkrir
krakkar uæru að tala
saman í tímum öskraði
hún alltaf bara á hann
og bæðí hann um að
halda sér saman. Hin
börnin fengju engar
skammir. Hann uæri
eínnig skammaður bétt
hann uæri bara að snúa
sér uið til að horfa á
hina krakkana tala.
alls ekki sá sem hafði hæst og
margir voru með meiri læti en
hann. Sólveig áttaði sig
greinilega ekki á því að nokk-
ur væri að horfa í átt til henn-
ar og reyndi ekki að þykjast
góð við hann eins og hún
gerði oftast þegar aðrir sáu til.
Við eyddum jólunum í
Reykjavík í faðmi fjölskyld-
unnar og fórum þangað fyrr
en við ætluðum þannig að
börnin gátu ekki haldið litlu
jólin með bekkjarfélögum
sínum síðasta daginn fyrir
jólafrí. Þau voru þó bæði búin
að kaupa litla gjöf og leggja í
púkkið því það átti að skipt-
ast á gjöfum. Dóttir mín fékk
að velja pakka úr bunkanum
í sínum bekk en Sólveig sagði
kuldalega við Daða að hann
yrði bara að taka eigin pakka
en fengi ekki að velja úr. Það
fannst mér mjög ósanngjarnt.
Strax eftir jólafríið í
Reykjavík hringdi ég í skóla-
stjórann og bað hann um að
tala við Sólveigu svo hún
hætti að vera svona vond og
leiðinleg við Daða. Skóla-
stjórinn var skilningsríkur og
góður maður og þegar ég
sagði honum frá þessu atviki
á skólaskemmtuninni, jóla-
pakkanum og árangurslausu
símtali mínu við hana fyrr um
veturinn, lofaði hann að tala
alvarlega við Sólveigu.
„Er ég nokkuð uond uið
Daða, krakkar?"
Skólastjórinn talaði greini-
lega við Sólveigu samdægurs
því næsta morgun, fyrsta
skóladag eftir jólafrí, byrjaði
hún á því að segja við Daða
yfir allan bekkinn: „Þetta er
ekki rétt sem mamma þín er
að segja, Daði! Ég er ekkert
vond við þig.“ Svo sneri hún
sér að hinum krökkunum og
spurði: „Er ég nokkuð vond
við hann Daða, krakkar?"
„NEEEIII," svöruðu krakk-
arnir í einum kór. Daði sagði
að honum hefði liðið mjög illa
þegar hún gerði þetta og hann
hefði verið hræddur við hana
allan skóladaginn. Þegar ég
kom heim úr vinnunni og
hann sagði mér frá þessum
viðbrögðum Sólveigar tryllt-
ist ég úr reiði. Ég hringdi aft-
Martraðir í suefni og uöku
Ég fór að verða vör við að
Daði varð æ vansælli í skóla-
num. Hann kvartaði ekki yfir
neinu sérstöku en reyndi að
gera sér upp veikindi til að
sleppa við að fara í skólann.
Mér tókst loks að veiða upp
úr honum að kennarinn væri
svo leiðinlegur við hann.
Hann sagði að Sólveig, kenn-
arinn hans, öskraði mikið á
hann og væri oft ósanngjörn.
Ég sussaði á strákinn og sagði
honum að það væri örugglega
erfitt að kenna stórum bekk,
fullum af ólátabelgjum, og að
Sólveig þyrfti að halda aga til
að geta haft vinnufrið við
kennsluna. Daði virtist láta
sér þetta nægja en kvartaði
nokkrum sinnum í viðbót án
þess að ég vildi taka undir það
hjá honum. Svo fór hann að fá
martraðir á nóttunni sem
merkir að honum líði mjög
illa eða að hann sé að veikj-
ast. Ég beið eftir að hann
legðist í kvef en ekkert gerð-
ist og þá vissi ég að eitthvað
mikið væri að angra hann. Ég
spurði hann betur út úr um
samband hans við Sólveigu
og í kjölfarið ákvað ég að
hringja í hana í næsta viðtals-
tíma hennar. Ég var afar já-
kvæð og vingjarnleg þegar ég
58
Vikan