Vikan - 29.08.2000, Qupperneq 59
ur í skólastjórann og sagði
honum að hann yrði að færa
Daða yfir í hinn níu ára bekk-
inn því Sólveig legði hann í
einelti. Eg sagði honum frá
því hvað hún gerði honum um
morguninn og hann varð al-
veg eyðilagður og sagði: „Ég
hélt að hún hefði meiri
þroska en þetta.“ Hann lofaði
að færa Daða í hinn bekkinn
en sagðist þurfa að tala við
kennarann þar fyrst. Þetta
gæti tekið nokkra daga en
drengurinn yrði færður.
Næsta morgun sendi ég Daða
í skólann eins og venjulega og
það voru þung skref sem
hann tók þann dag. Ég var á
báðum áttum hvort ég ætti að
kalla á hann til baka en ákvað
að láta hann fara. Skóladag-
urinn var ömurlegur hjá hon-
um og hann grét þegar hann
kom heim. Ekkert sérstakt
gerðist þennan dag en illilegt
augnaráð Sólveigar nægði til
að honum liði illa. Ég ákvað
að við svo búið mætti ekki
standa og ég gæti ekki lagt
meira á drenginn. Ég tók upp
símann og hringdi enn eina
ferðina í skólastjórann og bað
hann um að láta mig vita
hvenær bekkjarskiptin gætu
gengið í gegn því fyrr vildi ég
ekki senda hann í skólann.
Skólastjórinn sagði brosandi
að Daði mætti koma í hinn
bekkinn strax daginn eftir.
Það var sem þungu fargi væri
af mér létt og Daði brosti út
að eyrum þegar hann frétti
þetta. Ég vildi ekki leggja á
hann að fara í gamla bekkinn
sinn til Sólveigar til að
sækja
skóladót
sem
hann átti
þar og fór
því sjálf.
Sólveig
horfði á
mig með
fyrirlitn-
ingu þegar
ég kom og
spurði hæðn-
islega: „Get-
ur Daði ekki
komið sjálfur að sækja dótið
sitt?“ Ég svaraði elskulega á
móti: „Nei, ég er hérna til að
sækja það fyrir hann.“ Þetta
voru síðustu samskipti mín
við Sólveigu.
Daði steinhætti að fá
martraðir eftir að hann fór í
nýja bekkinn og lagði ofurást
á nýja kennarann sinn, hana
Guðbjörgu. Hún var ljúf og
yndisleg við öll börnin.
Kannski var hún bara venju-
leg en kom svona vel út í
samanburðinum við Sól-
veigu. Guðbjörg sagði mér
í foreldraviðtali í vorbyrj-
un að hún hefði ekkert
yfir Daða að kvarta. Hann
tilheyrði frekar þeim hluta
krakkanna sem væri í
stilltari kantinum. Hún
væri satt að segja stein-
hissa á andúð Sólveig-
ar á honum.
Rúmu ári
seinna fluttum
við til Reykja-
víkur og Daði
fór í nýjan
skóla. Hann
hefur verið
þar í nokkur
ár og aldrei
neitt komið
sér stundum við dagdrauma
en þá dugir alltaf að minna
hann góðlátlega á að halda
áfram með verkefnið sitt! Það
telst ekki neinn glæpur og
réttlætir á engan hátt skamm-
ir og öskur eins og hann varð
fyrir hjá Sólveigu. Hún er eini
kennarinn sem hefur nokkru
sinni verið
vond við
hann.
Ég
upp a vegna
hans. Hann
stendur sig vel
ogfær alltafhrós
fyrir góða hegð
un. Það ema sem
talað er um og
getur talist nei-
kvætt er að hann
gleymir
Haraldsdottur
sogu sina
Solveigu hefur
grcinilcga liftirt 111 jö«
illa á þcssuni tíina
cn í staft |>css aft
taka scr \ cikindalrí
lct Inin hciskju sína
hitna á svni iníniun.
Vilt þu deila sögu þinni með
okkur? Er eitthvað sem hefur
haft mikil áhrif á þig, jafnvel
breytt lífi þínu? Þér er vel-
komið að skrifa eða hringja til
okkar. Við gætum fyllstu
nafnleyndar.
frétti síðar að aðstæður Sól-
veigar hefðu verið erfiðar.
Eiginmaður hennar var
drykkfelldur og barði hana
þegar hann var fullur og eftir
að hann varð gjaldþrota, um
það bil ári eftir að við fluttum,
vildi hann ekki búa lengur á
landinu og þau fluttu til út-
landa. Henni hefurgreinilega
liðið mjög illa á þessum tíma
en í stað þess að taka sér veik-
indafrí lét hún beiskju sína
bitna á syni mínum. Þessi
kona var ekki vinsæl í heima-
bæ sínum og mörgum þótti
hún heldur lélegur kennari.
Hún hafði þó aldrei lent í
klögumáli fyrr en ég brást til
varnar fyrir son minn. Eftir
þetta hef ég alltaf hlustað á
það sem börnin mín segja
mér. Ég tek ekki undir allt
sem þau segja en reyni að
vega og meta það og hjálpa
þeim þegar og ef þau
þurfa á að halda. Dóttir
mín kvartaði t.d. undan
leiðinlegum stærð-
fræðikennara í fyrra
og að hún lærði ekk-
erthjáhonum. Mér
fannst þetta ágæt-
ur maður, ögn
óþolinmóður
kannski, en mér
fannst gjörsamlega
ástæðulaust að tala við
hann vegna þessara kvart-
ana. Ég bað kunningj akonu
mína bara um að taka
stelpuna í aukatíma í
stærðfræði sem hún og
gerði. Einkunnirnar
hækkuðu og allir voru
ánægðir.
I leiiiiilislaii^iO er: Vikan
- „LiTsreynshisaj>a“, Seljavej»ur 2,
101 Reykjavík,
Nelfang: vikan@frocli.is