Vikan


Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 4

Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 4
Kæri lesandi íslensk ojfitumenning *y að kom illa M ^ við kaunin á Islendingum JL þegar í Ijós kom að við eigumfeit- ustu börn í Evrópu. Við sem höfum verið svo upptekin af því að stœra okkur afað eigafalleg- astafólkið á jarðarkúl- unni og höfum hlegið hœðnislega að akfeitum Bandaríkjamönnum og því sem við köllum ham- borgaramenningu þeirra. Islendingum brá því illa í brún við þessi nýju tíðindi og vottaði fyrir skömmastutilfinn- ingu í þjóðarsálinni. En hvað höfum við gert í málinu ? Ekkert. Öifáir áivökulir ein- staklingar innan einka- vœdda líkamsrœktar- geirans hafa tekið sig til og komið áfót nám- Forsíðufyrirsæta: Laufey Stefánsdóttir Förðun: Margrét R. Jónas Ljósm.: Gunnar Gunnarsson Hár: Begga, hárgreiðslust. Bylgjan Fatnaður: Gallerí Sautján Naglalakk: Two plums up frá OPI skeiðum fyrir börn og unglinga sem eiga við ojfituvandamál að stríða og er það lofsvert framtak. En það er fjarri því að vera nóg. Við þurfum að koma markvissri kennslu í nœringarfrœði og heil- brigðum lífsháttum inn í grunnskólanámsefnið og kenna börnunum okkar að virða líkama sína og heilsu. Þjóðfé- lag, sem hefur tekið slíkum stakkaskiptum í neysluvenjum sínum, hlýtur að þurfa að bregðast við í takt við nýja tíma. Það er ekki leiigur nóg að bjóða börnum upp á einn leik- ftmitíma í viku og enga frœðslu um matarœði og nœringu. Iþróttafé- lögin okkar eiga heiður skilinn en þau byggja öll á keppnisíþróttum sem henta alls ekki öll- um börnum. Nœringar- frœðslan þarfað vera miðstýrð og eðlilegur hluti námsefnis barna í fyrstu bekkjum grunn- skólans til þess að hún beri tilœtlaðan árangur. Æskilegt vœri að Land- lœknisembœttið vœri í forrystuhlutverki hvað þetta varðar en svo ótrúlega sem það kann I að hljóma, þá er emb- œttið líklega ekki í stakk búið til þess, sökum fjársveltis. Við vitum hvers vegna börnin okkar hafafitn- að svona mikið. Neysla óhollrar skyndibita- fœðu, gosþamb, aukið lireyfingarleysi, tölvu- og myndbandsnotkun liefur nú tekið sinn toll. Einnig hefur stóraukið umburðarlyndi gagn- vart feitu fólki eflaust haft sitt að segja. Að sjálfsögðu er það gott mál aðfólk sé orð- ið meðvitað um að það sé ekki eftirsóknan’ert að unglingsstúlkur séu grindhoraðar og sem beturfer hefur mikil og opinská umrœða átt sér stað um átröskunarsjúk- dóma eins og anorexíu og bulimíu. Hins vegar hafa átröskunarsjúk- dómar eins og offita fengið minni eða jafnvel enga athygli. Samt vit- um við öll hversu um- fangsmikið og alvarlegt vandamál ojfita er og það má rekja marga banvœna sjúkdóma til þess að einstaklingar eru alltoffeitir. Ojfitu- vandamálið leggur miklu fleiri einstaklinga í valinn en aðrir átrösk- unarsjúkdómar. Feittfólk hefur á und- anförnum árum barist við að bœta ímynd sína og öðlast þá viðurkenn- ingu að „feitt séfallegt “ í stað þess að berjast við að grenna sig og hugsa betur um þennan eina líkama sem það fœr. Aukið umburðar- lyndi gagnvart feitu fólkifelur í sér þessi skýru skilaboð til barn- anna: Það er allt í lagi að verafeitur svofremi sem þú ert hamingju- samur og ánægður með sjálfan þig. Þetta er bara alls ekki rétt. Það er ekki allt í lagi að verafeitur. Burtséðfrá fegurðarsjónarmiðum þá er engum liollt að lifa og nærast á óholl- um, orkuríkum og feit- um mat. Það er beinlín- is lífshœttulegt. Hvað er til ráða ef við viljum að börnin okkar lifi heilbrigðara lífi og við höfum ekki enn fengið skólana til liðs við okkur? Þá er að líta í eigin barm og hefja staifið heima við. Fjöl- skyldan getur tekið sig saman undir leiðsögn foreldranna og stefnt að hollara matarœði og aukinni hreyfingu með litlum tilkostnaði. Allt sem til þarf er hugar- farsbreyting sem byggir á því að vera meðvitað- ur um matarœði og nœringu. Skreffyrir skrefer hægt að breyta neysluvenjum á heimil- inu með það göfuga markmið að leiðarljósi að huga að heilsunni. Takið smjörlíki, fitumik- ið viðbit ogfeita osta út af innkaupalistanum. Kaupið holla ávaxta- safa eða sykurlausa drykki og hafið alltaf nóg afferskum ávöxtum og grœnmeti innan seil- ingarfyrir svöng skóla- börn. Gamla góða skyr- ið stendur alltaffyrir sínu og þaðfœst nú með alls konar gómsætu bragði og gott er að drekka léttmjólk þegar þess er kostur. Kjúklingabringur og fiskur er bráðhollur og góður matur sem óhætt er að borða sig saddan af án þess aðfitna. Gönguferðir og sund er góður kostur ef fólk œtl- ar að breyta um lífsstíl og raunar er öll hreyf- ing af hinu góða. Berum viðeigandi virð- ingufyrir líkama okkar og hjálpum börnunum okkar að lifa heilsusam- legu lífi. Hrund Hauksdóttir, ritstjóri Ritstjórar: Jóhanna G. Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir, vikan@frodi.is. Útgefandi: Fróði hf. Seljavegi 2, simi: 515 5500 fax: 515 5599. Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson. Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson, sími: 515 5515. Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir, sími: 515 5512. Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, Guðríður Haraldsdóttir og Margrét V. Helgadóttir. Auglýsingastjórar: Ingunn B. Sigurjónsdóttir og Sigriður Sigurjónsdóttir vikanaugl@frodi.is. Grafiskur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrimsson. Verð i lausasölu 459 kr. Verð i áskrift ef greitt er meö greiðslukorti 344 kr. á eintak. Ef greitt er með giróseðli 390 kr. á eintak. Litgreining og myndvinnsla: Fróði hf. Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Askriftarsími: 515 5555 4 Vikaii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.