Vikan


Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 22

Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 22
Texti: Steingerður Steinarsdóttir Hefnd nauðgarans Renae Ahlers Wicklund bjó í smábænum Clearview rétt fyrir utan Was- hington. Hún var gift og átti eina dóttur og trúði því að í þessum frið- sæla smábæ gerðist aldrei neitt Ijótt og því væri hann kjör- inn staður til að ala upp barn. Renae reyndist hafa rangt fyrir sér því illskan getur alls stað- ar leynst og alls staðar skotið upp kollinum. Hinn 11. desember 1974 varóvenjuheitt í Washington. Venju- lega rignir mjög mik- ið á þeim árstíma á þessu svæði en þennan dag skein sólin og hitinn var eins og á góðum sum- ardegi. Renae ákvað að þvo gluggana í húsi sínu að utan. Klukkan vareitthvað um hálftvö þegar hún bar litlu dóttur sína út og setti hana niður á gras- blettinn fyrir framan húsið. Barnið lék sér ánægt að leik- föngum sínum meðan móðir þess hamaðist við að pússa gluggana. Renae vissi ekki hvað tímanum leið en allt í einu varð hún vör við að einhver gekk eft- ir heimreiðinni upp að húsinu. Hún sá að þetta var hávaxinn maður með þykkt úfið yfirskegg og kastaníubrúnt hár sem greitt var í afrófléttur. Hún taldi lík- legast að hann hefði farið upp að röngu húsi og myndi fljótlega gera sér grein fyrir mistökum sínum. Hún skildi barnið því eftiroggekk inn í húsiðtil að ná í fleiri tuskur. Þegar hún leit út sá hún að maðurinn hljóp við fót upp að húsinu. Renaefylltist skelfingu og það fyrsta sem henni datt í hug var að hann hyggðist ræna barninu. Hún hljóp því út, greip barniðoggerði örvæntingarfulla tilraun til að komast inn í hús- ið. Maðurinn var kominn það nálægt að áður en henni tókst að skella hurðinni í lás var hann kominn og ruddist inn. Hann hélt á hnífi og otaði honum að barninu. Renae missti ekki stjórn á sér heldur reyndi að tala rólega við manninn. Hún spurði hann hvort hún gæti eitthvað gert fyrir hann. Maðurinn svar- aði að þaðgæti hún sannarlega. Hún gæti komið sér úr fötun- um og það á stundinni annars dræpi hann barnið. Renae þorði ekki annað en að hlýða og síð- an neyddi maðurinn hana til að hafa munnmök við sig. Barnið hafði hún sett á gólfið að beiðni mannsins og það grét hástöfum meðan móðir þess bað þess heitt og innilega í hljóði að þær mæðgur slyppu óskaddaðar frá þessu. Þegar maðurinn hafði lokið sér af muldraði hann þakka þér fyrir og fór. Það fyrsta sem Renae gerði þegar hún slapp var að hlaupa Renae Wicklund hélt að ekkert illt gæti hent í smá- bæ. inn á baðherbergi og þvo vand- lega á sér munninn. Næst klæddi hún sig, tók dóttur sína í fangið og hljóp í einu spretti yfir (næsta hús. Hjónin sem þar bjuggu voru vinafólk hennar og sérstaklega voru hún og ná- grannakona hennar Barbara nánir vinir. Vinkonu hennar nægði að líta framan í hana til að gera sér grein fyrir að eitt- hvað mjög alvarlegt hafði gerst. Hún dró hana inn, lokaði dyrun- um og þá gat Renae loks stun- ið því upp að vopnaður maður væri á ferli einhversstaðar í ná- grenninu, hann hefði nauðgað sér og að hún væri dauðhrædd um að hann tæki upp á að koma aftur. Konurnar lokuðu sig inni í húsinu og Barbara dró fram hlaðna haglabyssu mannsins síns. Það var fyrst þá sem kon- unum fannst þær nógu örugg- ar til að geta hringt á lögregl- una. Klukkan tuttugu og fimm mínútur gengin í þrjú þennan dag ók lögreglubíllinn upp að húsi Henderson hjónanna. Renae gat gefiðgreinargóða lýs- ingu á manninum og með hjálp hennar tókst lögreglunni fljót- lega að handtaka mann sem svaraði til hennar. Sá hét Charles Campell og hafði verið vandræðagepill nánastfrá fæð- ingu. Campell átti ættir að rekja til innfæddra Hawaiibúa og systir hans var fötluð. Af þess- um sökum stríddu krakkarnir í barnaskólanum honum mis- kunnarlaust. Hann slóst við stríðnispúkana bæði til að verja systur sína og af sífellt meiri ofsa og hatri eftir því sem hann var kvalinn lengur. Foreldrar systkinanna gáfust upp á ábyrgðinni sem börnunum fylgdi þegar þau voru mjög ung og skildu þau eftir hjá afa sín- um og ömmu. Svo virðist að þeim hafi aldrei liðið fullkom- lega vel hjá gömlu hjónunum því drengurinn strauk hvenær sem færi gafst og lögreglan hafði afskipti af honum vegna ýmiss konar smáafbrota löngu áður en hann komst á unglinga- stigið í skóla en hann var byrj- aður að skrópa í skóla, drekka og nota dóp áður en hann náði þrettán ára aldri. Drengurinn hafði nokkrum sinnum verið látinn á upptöku- heimili en dvölin þar varð síð- ur en svo til að bæta skapferli 22 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.