Vikan


Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 14

Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 14
Texti: Hrund Hauksdóttir / / egominn Útlit og fegurð kvikmyndastjarnanna í Hollywood er sjaldnast hægt að rekja til þess að þær hafi fengið stóra vinninginn í hinu ófyrirsjáanlega erfðahappdrætti. Óaðfinnanleg húð, glansandi hár í Hollywood Stjörnurnar leggja allt í sölurnar til bess að líta vel út og glæsilegur vöxtur er eitthvað sem hefur kost- að þær ærna fyrirhöfn og þrotlausa vinnu. Vö skulum kíkja aðeins á bak við tjöldin og fletta ofan af fegurðarleyndarmálum stjarnanna. Engin appelsínuhúð né bólur f Hollywood Hafið þið veitt því eftirtekt aðfræga, fínafólkið í Hollywood er alltaf jafnfullkomið í útliti, hvort sem það er viðstatt há- tíðleg tækifæri eða er bara að skjótast í næstu matvöruversl- un? Ljósmyndarar elta þetta fólk á röndum og smella af því myndum í gríð og erg en samt eru stjörnurnar alltaf jafnfalleg- ar og óaðfinnanlegar. Enginn sést með bólu á nefinu eða myndarlega frunsu á ósk- arsverðlaunahátíðinni en venju- legar konur þurfa jafnvel að fást við hvort tveggja, sérstaklega þegar eitthvað mikið stendur til, eins og t.d. árshátíð eða stóraf- mæli. Það hefur ekki enn tek- ist aðfesta áfilmu illagreitt hár á stjörnum eins og Jennifer Ani- ston, Courteney Cox eða Kate Moss jafnvel þótt þær séu bara á leiðinni út með ruslið heima hjá sér. Svo stóra spurningin er: Hvað er það sem gerir appel- sínuhúð, bólur, slitið hár og flagnað naglalakk jafn sjaldgæft í Hollywood og súrefni á mars? Við fáum að sjálfsögðu hinar undariegustu yfirlýsingar frá fræga fólkinu sem við eigum bágt með að trúa. Tökum Kate Moss sem dæmi en hún stað- hæfir að hún viti fátt skemmti- legra en að borða, hún elski óhollan mat og borði eins mik- ið af ruslfæði og henni sýnist. Einmitt. Stúlkan er eins og pípuhreinsari í vextinum. í gegnum tíðina hafa banda- rískar stórstjörnur slegið um sig her af stílistum, næringarfræð- ingum, lýtalæknum, heilurum og nýaldargúrúum til þess að líta sem best út. Nú eru bresku stjörnurnar að feta í þeirra spor. Stjörnurnar fara í fitusog, vara- og sílíkonfyllingar, fá snilldar- lega förðun og hárgreiðslu, not- ast við einkaþjálfara, hafa kokk á sínum snærum sem eldar holla og gómsæta grænmetis- rétti og daglegt nudd og inn- hverfa íhugun hjá fagmönnum sem koma heim til þeirra. Hver einasta venjuleg kona ætti að geta litið út eins og stórstjarna væri hún með greiðan aðgang að allri þessari þjónustu. Ann- að er varla hægt! Það er kannski ekki nema von að stjörnurnar eyði öllum þessum tíma og pen- ingum í að líta vel út því þær starfa í atvinnugeira þar sem frami þeirra byggist nær ein- göngu á útliti þeirra og það er heilmikil vinna. Viðerum nefni- lega ekki að tala um þá daga þegar það þótti nóg að borða epli og leggja stund á líkams- rækt í hálftíma á dag, þrisvar sinnum í viku. f dag er óskin um stæltan, grannan líkama, ör- mjótt mitti og eilífa æsku orð- in örvæntingarfull og allt er lagt ísölurnartil þessaðóskin megi rætast. Hvað fer inn um sflíkon- varir englakroppannaP Megrunarkúrar sem byggja á blóðflokki einstaklinga, Zone- mataræðið, kristallar fyrir húð- ina, sprautur fylltar svínshúð til að fá meiri fyllingu í varirnar og næringarefni úr hrossahári er bara fátt eitt af því sem stjörn- urnar slefa yfir. Þetta eru engar ýkjur. Nýlega greip um sig mjög vinsælt æði meðal stjarnanna en það byggð- ist á því að aldrei mætti drekka vatn nema það væri við stofu- Kvisast hefur út að Janet Jackson láti sprauta sig reglulega með hrossa- hlandi. hita, því annars gæti það trufl- að meltinguna. Auk þess var talið mjög hallærislegt að biðja um kalt vatn á veitingastöðum. Hvernig stórstjörnurnar borða snýst ekki um ánægju, eins og hjá meðalmanninum, það er öllu heldur vísindalegt ferli. Einkaþjálfunin virðist nú vera á undanhaldi en í staðinn er ,,í tísku“ að vera með næringar- fræðingviðhöndina, daginn inn og, sem mælir nákvæmlega út hvað fer inn um sílikonvarir englakroppanna. Dr. Gillian McKeith, sem hefur starfað sem næringarfræðingur í Los Angeles til margra ára, segir að stjörnurnar þurfi að leggja mikla vinnu á sig til þess að halda líkamanum í góðu formi: ,,Þær þurfa að þjálfa líkamann svo klukktímum skiptir, neyta hár- réttrar fæðu og taka inn réttu fæðubótarefnin. Það er ekki erfitt að fá þetta fólk til þess að fara eftir því sem maður ráð- leggur þeim því það er reiðu- búið til að gera hvað sem er til þess að viðhalda Hollywood ímynd sinni.“ Dr. Gillian er virkilega að tala í fullri alvöru þegar hún segir að fólk sé reiðu- búið að gera hvað sem er fyrir útlitið. Tökum bara sem dæmi leikkonuna Portia De Rossi sem leikur Nelle í Ally McBeal þátt- unum en hún er afskaplega grönn. Hún sagði í viðtalsþætti hjá Jay Leno að hún borði aldrei standandi og það sem meira er, lætur aldrei ólíka fæðu snert- ast á matardisknum: ,,Þetta er ekki alveg ófrávíkjanleg regla,“ sagði hún í þættinum, rétt eins og þessi furðulegheit hennar væru annars eðlileg, „Undir vissum kringumstæðum mega baunir og gulrætur snertast." Hvaða kringumstæður ætli það séu?! 14 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.