Vikan


Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 11

Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 11
og brosir. „Okkur var afar vel tekið á Höfn og sagt að við fengjum frítt fæði og húsnæði. Við vorum í skýjunum yfir því. Síðan var okkur sýnt „frystihús- ið“. Það fyrsta sem ég sá þeg- ar ég kom inn í stóran sal var færiband með lambi ofan á. Það var greinilega nýbúið að skjóta það því það var í dauðateygj- unum og kipptist mikið til. Blóðið fossaði úr hausnum á því. Þetta var þá sláturhús. Mér brá hroðalega við þessa sjón og varð svo ómótt að ég sneri við í dyrunum og harðneitaði að vinna á þessum stað. Mín vegna hættu hinfimmviðogvoru frek- ar fúl yfir því. Þau vissu auð- vitaðallan tímann að þetta væri sláturhús en sögðu mér ekki frá því. Á endanum komumst við svo í vinnu í frystihúsi," bætir hann við. „Éger á sjónum núna og finnst það ágætis leið til að afla fjár. Launin eru misjöfn og fara auðvitað eftir því hvernig fiskast. Ég hef unnið sem kokk- ur úti á sjóen oftastsem háseti. Þótt ég sé ánægður á sjónum má segja að ég bæði elski og hati hafið,“ segir hann bros- andi. „Það er ekki eintóm sæla að búa á íslandi,“ heldur hann áfram. „Leigumarkaðurinn er erfiður og ég hef þurft að flytja mjög oft síðustu árin,“ segir hann og dæsir. Hvað finnst breska tónlistar- manninum Laurie um íslenska tónlist? „Mér finnst heilmikil gróska í íslensku tónlistarlífi og margt gott í gangi á því sviði,“ svarar hann. „Ég vildi svogjarn- an taka meiri þátt í því en ég hef gert en hef lítinn tíma til þess vegna mikillar vinnu. Ég hef leikið undir í mörgum lögum á plötunum hennarðskar, fyrrver- andi konunnar minnar, og samdi ensku textana við lög hennar. ( næsta mánuði gefur Ósk út nýjan geisladisk þar sem ég leik undir með henni oggerði flesta ensku textana. fslenskar konur sjálfum sér nósar Óskergóðurtónlistarmaður,11 segir Laurie. „Við höfum leikið saman á ýmsum tónlistarupp- ákomum, meðal annars á Nelly's kaffi og hjá MH. Þegar útvarpsstöðin Rótin var starf- rækt sá ég um þátt þar og hafði mjöggaman af,“ segir Laurie og brosir. En hvernig líst Laurie á ís- lenskar konur? Hann fer að hlæja þegar hann fær þessa spurningu og segir: „Ég hef hvergi í heiminum kynnst kon- um sem líkjast þeim. Þær eru alvegeinstakar, mjögsjálfstæð- ar og sjálfum sér nógar.“ Meira fæst ekki upp úr honum um ís- lenskar konur. Hann fer strax út í aðra sálma. „Mér finnst ísland mjög fal- legt land,“ segir hann. „Ég hef séð það og upplifað á allt ann- an hátt en erlendur ferðamað- ur. Ég var til dæmis staddur úti á sjó þegar fór að gjósa í Vatna- jökli. Þeir sem voru á frívakt voru drifnir upp á dekk til að þeir gætu notið þess að sjá gos- iðfrá þessu fallega sjónarhorni. Þeirvoru vaktiraf værum blundi en fannst það alveg þess virði. Ekki munaði miklu eitt sinn að Laurie kæmist í hann krapp- an úti á sjó. „Það getur oft ver- iðmikill hamagangurádekkinu þegar er verið að kasta," segir hann. „Á einhvern óskiljanleg- an hátt festi ég ökklann við veið- arfærin og dróst með þeim út- byrðis. Ég náði taki á reipi og gat haldið dauðahaldi í það þangaðtil áhöfnin bjargaði mér. Þetta voru reyndir menn sem voru ekki lengi að þessu,“ seg- ir hann brosandi. Rótaði fyrir Steuie Wonder Laurie lifði gjörólíku lífi áður en hann flutti til íslands. Hann lenti ungur í hringiðu tónlistar- lífsins í Lundúnaborg þar sem hann fæddist og ólst upp. Stjúpbróðir hans var í tónlist- arbransanum og í gegnum hann kynntist Laurie mörgum tónlist- armönnum og fór að vinna fyr- ir þá, ungur að árum. „Ég var bara unglingur þeg- ar ég byrjaði að vinna sem rót- Laurie hefur unnið við margt eftir að hann flutti til íslands. Hann hefur meðal annars starfað við sjómennsku og malbikun, verið í fiski, byggingar- vinnu og er úti á sjó núna. Hann var í nokk- urra klukkutíma fríi þegar Ijósmyndara Vikunnar tókst að ná í skottið á honum. í baksýn má sjá málverk eftir Lúðvík Hjarðar myndlistarmann sem leigir með Laurie. ari,“ segir Laurie. „Ég rótaði meðal annars fyrir Stevie Wond- er (þegar hann kom til Englands 1975 og 1976), Lou Reed, Status Quo, Steve Harley og Climax Blues Band." Eftir að hafa verið rótari í nokkur ár fór Laurie að spila sem trommuleikari í pönk- hljómsveit. „Á árunum 1976- 1978 var ég í hljómsveitinni The Adverts ásamt TV Smith sem var söngvarinn, Howard Pickup gítarleikara og Gaye Advert, sem lék á bassa og var eina konan í hópnum. Við héld- um tónleika og hituðum einnig upp fyrir stórstjörnur eins og Iggy Pop. Við gáfum út eina plötu, skömmu áður en við hættum, sem lenti í 26. sæti vinsældalistans í Bretlandi. Hún seldist í 700.000 eintök- um og er enn að seljast,“ segir hann. „Smáskífan okkar, með laginu Gary Gilmore's Eyes, komst í 8. sætið og við spiluð- um það þrisvar sinnum í Top of the Pops á BBC. Við vorum fyrsta pönkh Ijómsveiti n sem komst í þann þátt og það þótti frekar merkilegt," bætir hann við og brosir. „Ég sá umfjöllun um okkur í fyrra á VHl tónlist- arstöðinni, í þætti þar sem sag- an á bak við tónlistina er rifjuð upp, og einnig á MTV. The Adverts var vinsæl í Bretlandi en við náðum engri heimsfrægð eins og vinir okkar í Sex Pistols. Við vorum ekki eins grófir og villtir og þeir þótt við lentum í ýmsu. Við áttum nóg af pen- ingum á þessum tíma og gát- um keypt okkur litla flugvél til að komast hraðar á milli tón- leikastaða. Umboðsmaðurinn okkar skammtaði okkur vasa- peninga, nokkur pund á viku, en annars var séð fyrir öllum Vikan 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.