Vikan


Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 23

Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 23
hans. Charles var handtekinn í fyrsta sinn sextán ára gamall fyrir bílaþjófnað og sat inni í nokkra mánuði. Nítján ára gift- ist hann stúlku sem var þrem- ur árum eldri en hann. Sam- bandið entist í tíu mánuði og aðeins mánuði áður en þau skildu fæddi kona hans barn þeirra. Hann hafði umgengnis- rétt við barnið í fyrstu en fljót- lega var rétturinn dæmdur af honum vegna ofbeldisfullrar hegðunar hans gagnvart eigin- konunni fyrrverandi ogfíkniefn- neyslu. Charles var jafnvel bannað að nálgast heimili þeirra. Renae Wicklund sá strax að Charles var maðurinn sem hafði ráðist á hana þennan örlagarfka dag og hann var ákærður í kjöl- farið. Við réttarhöldin sem fram fóru árið 1976 komu fram mörg vitni sem studdu frásögn Renae, þeirra á meðal fyrrver- andi kærasta Charlessem hann hafði heimsótt fyrr í sömu viku og árásin var gerð. Hún bjó í næsta nágrenni við Renae og hún bar fyrir réttinum að Charles bæri alltaf hníf á sér. Kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Charles væri sek- ur um kynferðislega misnotk- un og líkamsárás og kviðdóm- endurnir lögðu til að það yrði virt til refsihækkunar að hann var vopnaður hættulegu vopni. Áður hafði Charles játað á sig innbrot á heimili Renae og því var hann dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir það og nú bættist við þann dóm þrjátíu ár fyrir árásina. Þegar réttarhöldunum var lokið reyndi konan sem hann hafði misþyrmt svo gróflega að byggja upp þokkalegt líf að nýju. En það varsama hvað hún reyndi, henni tókst aldrei alveg að losna við óttann og óöryggið sem fylgdi henni eins og skugg- inn. Hjónaband hennar þoldi ekki álagið og eiginmaðurinn, Jack Wicklund, flutti út. Renae varförðunarfræðingur að mennt og hóf eftir skilnaðinn að vinna við iðn sína til að sjá fyrir sér og dóttur sinni. Vegna þess að hún vildi að dóttir sín nyti alls sem önnur börn fengu tók hún einnig að sér bókhald fyrir snyrtistofur í nágrenninu. Jack og Renae héldu góðu sambandi eftir skilnaðinn og fyrrum tengdaforeldrar hennar reynd- ust henni sömuleiðis mjög vel. Nágrannar hennar Barbara og Don Henderson, hjálpuðu þess- ari særðu, ungu konu einnig af fremsta megni og Barbara pass- aði fyrir Renae ef hún þurfti að vinna fram eftir. Don aðstoðaði hana með því að vinna smávið- vik á heimilinu. En áföllunum var ekki lokið. Næst varð Jack fyrir andstyggi- legri og hrottafenginni árás. Hann lifði af oggat sagt lögregl- unni frá því á sjúkrahúsinu að ókunnugur maður hefði gengið inn á heimili hans, bundið hann við stól, hellt yfir hann bensíni og kveikt í. Jack var illa brunn- inn og skaddaður eftir árásina. Eftir langa dvöl á sjúkrahúsi var hann loks útskrifaður og var á leið heim þegar hann ók bíl sín- um út af veginum og rakst á tré. Enginn mun nokkru sinni vita meðfullri vissu hvort Jackgerði þetta viljandi, hvort um slys var að ræða eða hvort einhver ann- ar neyddi Jack til að keyra út af. Það tókst aldrei að upplýsa hver var valdur að árásinni á heimili Jacks. Þessir atburðir urðu síður en svo til að hjálpa Renae að kom- ast yf ir af leiðingar árásarinnar á hana sjálfa. Vinir hennar segja að hún hafi verið stöðugt hrædd og uppspennt og hún sagði mörgum að hún væri þess full- viss að eitthvað hræðilegt ætti eftir að henda enn á ný. Eng- inn tók mikið mark á þessu og smátt og smátt lærði Renae að leyna ótta sínum nema fyrir sín- um allra nánustu vinum. Hún brosti jafnan og hló og allir töldu að þar færi sjálfsörugg, dugleg kona sem gæti tekist á við allan heiminn væri því að skipta. Renae var alls ekki fróð um bandarískt réttarkerfi og því datt henni ekki í hug snemma árs árið 1982 að árásarmaður- inn gæti verið laus. Hún hélt að fjörutíu og fimm ára fang- elsisdómur þýddi nákvæmlega það, en svo er ekki. Eftir fimm ár er sakborningur tekinn til skoðunar af náðunarnefnd og þyki hann hafa bætt ráð sitt og sýnt góða hegðun eru líkur á að hann verði náðaður. Renae var þó ávallt mjög varkár og hún hafði fengið sér stóran hund til að tryggja enn frekar öryggi sitt, skömmu áður var hún þó neydd til að láta hann frá sér þar sem hann hafði glefsað í barn sem bjó neðar í götunni. Það snjóaði eina nóttina þennan kalda jan- úarmánuð og Don Henderson tók eftir því um morguninn þeg- ar hann kom út að fótspor voru í snjónum fyrir neðan hliðar- glugga á húsi þeirra hjóna. Ekk- ert þeirra vissi að helgina áður hafði Charles Campell verið lát- inn laus, enginn hafði fyrir því að segja þeim það. Mánuðir liðu þó án þess að nokkuð gerðist. Renae hafði verið lasin í nokkra daga í byrj- un apríl og virtist ganga seint að ná fullum bata. Síðdegis hinn 14. aprfl ákvað Barbara Hend- erson að fara heim til vinkonu sinnar og athuga um líðan hennar. Þaðvartekiðaðskyggja en það var stutt milli húsanna. Don, maður hennar, beið róleg- ur heima en þegar klukkan var nærri sex var hann farið að lengja eftir konu sinni. Hann gekk því út og yfir að húsi ná- grannakonunnar. Eldhúshurð- in var hálfopin en enga hreyf- ingu var að sjá inni í húsinu og ekkert hljóð heyrðist. Don gekk inn og kallaði nöfn þeirra. Hann fékk ekkert svar. í ganginum framan við eldhúsið fann hann konu sína. Hún hafði verið skor- in á háls og þrátt fyrir að hann gæti varla hreyft sig og augun væru full af tárum hélt hann áfram. Herbergi litlu stúlkunn- ar var tómt en inni í svefnher- Dóttir hennar, Shannah. Morðinginn hlífði hvorki barninu né nágrannakon- unni sem óvænt kom í heimsókn. bergi Renae lágu þær báðar á gólfinu og þær höfðu sömuleið- is verið skornar á háls. Don Henderson hringdi á lögregluna og það leið ekki á löngu þar til þeir gátu sannað að Charles Campell hafði framið morðin. í þetta sinn hlaut Charles ævi- langt fangelsi án nokkursmögu- leika á náðun. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.