Vikan


Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 10

Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 10
Texti: Guðríður Haraldsdóttir Myndir: Hreinn Hreinsson og úr einkasafni Hljómsveitin The Adverts á hátindi ferils- ins að spila í Marquee við Wardor Street í Soho í Lundúnum. Að- eins bestu hljómsveit- irnar fá að spila í þess- um sal sem tekur ein- ungis 1.500 áheyrend- ur. Stórhljómsveitir eins og The Who, Led Zepp- elin og Rolling Stones hafa spilað í Marquee. Sjá má Laurie við trommurnar lengst til vinstri á myndinni. ■ 1 : 1' 1 Í ■ 1 Hf , m s Árið 1977 var mikið breytingaár í sögu tónlistar í heimin um. Elvis dó, diskóið kom og fór, pönkið var í algleym- ingi og hljómsveitin The Adverts, fyrst allra pönkhljóm- sveita, kom lagi inn á topp tíu listann í Bretlandi. í kjöl- farið spilaði hún þrisvar í Top of the Pops á BBC sjón- varpsstöðinni. í maíhefti tónlistartímaritsins MOJO á þessu ári má finna heilsíðu- grein um The Adverts undir fyrirsögninni: Buried trea- sure -The great albums that time forgot. Einnig hafa ver- ið sýndir þættir um hljóm- sveitina á tónlistarstöðvun- um VH1 og MTV. Hún er því síður en svo gleymd og grafin. Trommuleikari The Adverts, Laurie Driver, kynntist íslenskri konu og flutti með henni til íslands. Hann hefur búið hér á landi í 14 ár og segist kunna ágætlega við land og þjóð. - Sláturhússsjokk „Ég kynntist íslenskri konu, Ósk Oskarsdóttur, þegar ég bjó um tíma úti í Amsterdam en hún var fyrsti íslendingurinn sem ég hitti," segir Laurie. „Ég varð hissa þegar hún sagði mér hvaðan hún kæmi því ég hélt að hér byggju aðeins eskimóar í snjó- húsum. Égflutti síðar með henni til íslands og hef búið hér í 14 ár,“ bætir hann við. „Við „Þarna stóðu átrúnaðar- goðin mín úr Slade Ijóslifandi og voru að hlusta á okkur spila. Það var frá- bær stund.“ 10 Vikan Ósk erum skilin en eigum sam- an þrjú börn og þeirra vegna er ég hér enn. Annars væri ég kannski farinn, en kannski ekki. Það er ómögulegt að segja því ég kann vel við mig hér.“ Laurie hefur unnið margvís- legstörf frá því hann flutti til (s- lands. „Fyrsta starfið mitt var hjá skipasmíðastöðinni Stálvík en ég hef einnig unnið við mal- bikun, verið í byggingarvinnu og í fiski," segir hann. „Ég hef ekki góða menntun og verð því að taka þeirri vinnu sem býðst. Einu sinni fórum við Ósk, ásamt fjórum vinum okkar, út á land þvf okkur hafði verið lofað starfi í frystihúsi. Ég man ekki leng- ur hvaða staður það var en um fjögurra eða fimm tíma keyrsla var þangað frá Reykjavík. Þeg- ar við mættum kom í Ijós að enga vinnu var lengur að fá en okkur var sagt aðfara til Horna- fjarðar því þar vantaði fólk. Ég bjóst vitanlega við því að það væri fiskvinna en annað átti eft- ir að koma í Ijós," segir hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.