Vikan


Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 44

Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 44
7. kafli au höfðu ekið í um það bil tíu minútur þegar Charlotte gerði sér grein fyrir því að þau voru á leiðinni heim til hennar. Hún varð undrandi og vonsvikin. Hafði hún misskilið þetta allt? Vildi hann ekkert með hana hafa? Hafði hann boðið henni út af því að hann hafði ekkert annað og betra við tímann að gera? Hún leit spyrjandi á hann þegar hann hægði á bílnum en uppgötvaði síðan að það var bara vegna þess að þau voru komin að krossgötum. Það var of seint fyrir hana að snúa sér undan þegar Daniel horfði á hana á móti. „Ég veit ekki hvort þú gerir þér grein fyrir þvi hversu heitt égvildi óska þess að þetta kvöld tæki aldrei enda,“ sagði hann rámri röddu. Ég þrái þig svo heitt." Charlotte hélt niðri í sér and- anum. Hún var of stolt til þess að spyrja hvers vegna hann ætl- aði þá að keyra hana beint heim. „Hafðu ekki áhyggjur. Ég ætla mér ekki að eyðileggja samband okkar með því að fara með þér í rúmið áður en við fáum tækifæri til þess að kynn- ast almennilega ... þótt mig dauðlangi til þess.“ Hún velti því fyrir sér hver við- brögð hans yrðu ef hún segði honum að hún þráði hann jafn- mikið, en hún vissi að hún kæmi sér ekki til þess að segja það. Til þess skorti hana bæði sjálfstraust og hugrekki. Úti var niðamyrkur og engin umferð á götunum. Hvorugt þeirra sagði orð. Charlotte var vonsvikin og fannst þögnin óþægileg. Ýmsar tilfinningar bærðust innra með henni; hún var undrandi á sjálfri sér fyrir að langa til þess að fara með hon- um heim og jafnframt var hún svolítið reið út út sjálfa sig fyr- ir að hafa ekki betri stjórn á til- finningum sínum. Daniel virtist hafa fullkomna stjórn á sér, þrátt fyrir allar yfirlýsingar um hvað hann þráði hana mikið. Allt í einu steig hann á brems- una. Áður en hún áttaði sig stöðvaði hann bílinn, sneri sér að henni og sagði: „Þetta þýð- ir ekkert ... ég get ekki ..." Hann tók hana í faðminn og kyssti hana. Hana hafði dreymt um þennan koss allan daginn. Hún þrýsti sér að honum og fann hitann streyma frá llkama hans. Hver einasti vöðvi líkama hans varspenntur. Hann strauk fingrunum um andlit hennarog hendurnar titruðu þegar hann kyssti hana. Þrátt fyrir ásetn- ing hans að halda aftur af sér gat hann ekki annað en að lát- ið undan. Koss hans sannfærði hana um að hann hafði meint allt sem hann sagði. „Ég þrái þig svo rnikið," hvíslaði hann á milli kossanna. Hann strauk bak hennar, hélt henni þétt að sér og hún fann hvernig hjarta hans barðist um í brjóstinu á honum. Hún læddi höndunum undir jakkann hans og strauk bringu hans og slðan niður eftir bakinu á honum. Hún fann hvernig hann skalf og vissi ekki hvort það voru hreyfingar handa hennar sem gerðu það að verkum að hann stundi nafnið hennar. Þegar þumalfingur hans fundu geir- vörtur hennar var komið að henni að titra og skjálfa. Hún reyndi að komast enn nær hon- um en það var erfitt um vik í þröngum bílnum. Daniel opnaði augun. Hann kyssti hana blfð- lega og sagði afsakandi. „Fyr- irgefðu. Ég lofa því að haga mér betur í framtíðinni.“ Hann snerti varir hennar með fingurgómunum. „Þetta er allt þér að kenna," sagði hann. „Alltaf þegar ég horfi á þig ...“ Hann horfði á hana og hún titraði undir augnaráði hans. „Bara að ég hefði ekki svona mikið að gera þessa dagana," sagði hann og andvarpaði. Hann hélt utan um hana og vaggaði henni blíðlega í örm- um sér. „Er tímaleysi ekki það sem allir kvarta undan þessa dagana? Við höfum aldrei tíma til þess að gera það sem okkur langar til.“ „Ertu að tala um málaferlin?" spurði Charlotte. Hann hristi höfuðið. „Nei." Hann hikaði og horfði út um gluggann. „Nei,“ svaraði hann. „Það er bara ... það er smá vandamál sem ég er ekki viss um hvort ég get leyst. Það varð- ar loforð sem ég gaf gömlum vini mínum. Loforðsem égverð að uppfylla en ..." „Hjálpar eitthvað að tala um það?“ spurði Charlotte. Hún var ekki fyrr búin að sleppa slðasta orðinu en hún fann að hann fjarlægðist hana, andlega og líkamlega. Henni leið eins og hún hefði óvart hætt sér inn á bannsvæði. Hann horfði beint fram fyrir sig með samanbitnar varir. Hún vissi ekki hvað hún átti að gera og segja. Það mætti halda að ég væri ekki trúnaðar hans verð, hugsaði hún, reið og undrandi. „Mér þykir þetta leitt, Charlotte,“ sagði hann afsak- andi. Svo blótaði hann ogsagði reiðilega. „Fjandinn hafi það, þetta átti alls ekki að enda svona. Það er ekkert ... ekkert sem ég vildi frekar á þessari stundu en að fara með þig heim.“ Charlotte færði sig frá hon- um, Hún reyndi að bæla höfn- unartilfinninguna, lagaði til föt- in sín og greiddi með fingrun- um í gegnum hárið. Hvernig hafði þetta gerst? Hvernig gátu hlutirnir breyst á einu augabragði? Það hafði ekki þurft nema nokkur orð til þess að eyðileggja stemninguna. Hún varð að halda aftur að tár- unum. Hún reyndi að hafa stjórn á sér og blótaði sér í hug- anum fyrir viðkvæmnina. Gott og vel, hann átti við vandamál að stríða sem hann gat ekki rætt um við hana. Það þufti ekki að þýða að ... Að hvað? Að hann vildi ekk- ert með hana hafa? Hún vissi að hann þráði hana, alla vega lík- ama hennar, en hún vildi ann- að og meira. Hún elskaði hann af öllu hjarta og vildi að hann elskaði hana á sama hátt. Hún vildi líka að hann treysti sér, hana langaði að gleyma erfið- leikum síðustu mánuða, græða sárin á sálinni með virðingu hans og trú á henni. „Það er best að ég keyri þig heim,“ sagði hann þreytulega. „Ég þarf að mæta á fund klukk- an níu í fyrramálið.“ „Til þessaðræða leyndarmál- ið sem þú getur ekki trúað mér fyrir?" spurði hún sár. Hann horfði á hana og hún leit undan. Nei, alls ekki,“ svaraði hann. Það var uppgjöf í röddinni. Hana langaði mest að taka utan um handlegginn á honum og láta sem síðustu mínútur hefðu aldrei gerst. Fara aftur til þeirr- ar stundar þegar hann hélt henni í faðmi sínum. En það var of seint, hann hafði þegar látið bílinn í gang. Gleðin og eftir- væntingin sem hún hafði fund- ið fyrr um kvöldið var á bak og burt. Þegar hann stöðvaði bílinn fyrirframan húsforeldra henn- ar sat hann hreyfingarlaus í sæt- inuog sagði hikandi: „Mérþyk- 44 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.