Vikan


Vikan - 24.10.2000, Síða 46

Vikan - 24.10.2000, Síða 46
Anne. „Eg fór fram til þess að ná mér í tebolla og þegar ég kom til baka var hún að snuðra inni á skrifstofunni hans Dani- els. Ginny var búin að segja henni að hann væri ekki við. Satt að segja ski I ég ekki hvern- ig Daniel þolir hana.“ „Hún er skjólstæðingur hans," sagði Charlotte eins ró- lega og hún gat. Reiðin kraum- aði í henni. „Þú átt við að hún hafi verið skjólstæðingur hans. Það eru margar vikur síðan gengið var. frá búskiptunum en hún held- ur áfram að koma hingað og heimtar að fá að tala við Dani- el. Og hún hefur ekki einu sinni fyrir því að panta tíma. Auðvit- að vitum við öll hvað hún vill en ég get ómögulega skilið hvers vegna Daniel lætur hana komast upp með þessa fram- komu. Ég veit að hún er auðug og býst við að karlmönnum finn- ist hún kynþokkafull, það er að segja ef þeir eru hrifnir af vam- pírum, en ég hélt að Daniel hefði betri smekk en svo. Þótt við höfum öll verið að grínast með það hvernig hún gengur á eftir honum hef ég aldrei trúað því að það væri eitthvað á milli þeirra." „Og nú.“ spurði Charlotte varlega. Hjartað hamaðist í brjósti hennar. Anne yppti öxlum. „Hvað á maður að halda? Eins og ég sagði var erfðaskrá Paul Winters ekki flókin. Hann arfleiddi hana að öllu. Það var heilmikið reiðarslag fyrir Gor- don, stjúpson Pauls af fyrra hjónabandi. Þeir Gordon voru mjög nánir þangað til hún kom til skjalanna. Hann tók við rekstri fyrirtækisins þegar Paul fórá efirlaun ogallir höfðu stað- ið í þeirri trú að Paul myndi láta Gordon eftir fyrirtækið. En það var ekki svo mikið sem minnst á hann í erfðaskránni." „Það voru uppi einhverjar sögur um það að þeir hafi rifist þegar Paul giftist Patriciu. Svona eru þessir karlmenn. Þeir virðast ekki sjá það sem er að gerast beintfyrirframan nefið á þeim. Sérstaklega þegar hlutir- inir koma í skrautlegri gjafa- pakkningu eins og Patricia. Hvað um það, mér tókst að losa okkur við hana með því að segja að það væri ákaflega ólíklegt að Daniel yrði við í dag. Er eitt- hvað að?“ „Eitthvaðað? Nei, allsekki," lföðvabólga P Höfuðverkur ? BlOflex seeulmeðferð hefur slegið ígegn á íslandi. Um er að ræða seguípynnur í 5 stærðum sem festar eru á líkamann með húðvænum plástri. r€mas Ég hef kvalist af höfuðverk og vöðvabólgu í hnakka í mörg ár, reynt flest sem í boði er án árangurs. Ótrúlegt en satt að tvær segulþynnur geti breytt öllu. Mæli svo sannarlega með þeim. Kristjana Kristjánsdóttir, nemi SCANDINAVIA Dæmi þar sem BlOflex segulþynnan hefur sýnt frabær áhrif Höfuðverkur • Hnakki • Axlir • Tennisolnbogi • Bakverkir • Liðaverkir • Þursabit • Hné • Æðahnútar • Ökklar Segulþynnurnar eru fáanlegar í flestum lyfjaverslunum, Heilsuhúsinu, Yggdrasil og Græna Torginu - Blómavali ítarlegar íslenskar leiðbeiningar Upplýsingasími er 588 2334 laug Charlotte og reyndi að lauma smá glaðværð í röddina. Orð Anne komu henni í upp- nám. Myndi Daniel sýna henni slíkan áhuga ef hann væri í ást- arsambandi við aðra konu? Hvers vegna ekki? Ef Anne hafði rétt fyrir sér og búið væri að ganga frá erfðamálunum, hvers vegna komst Patricia upp með að eyða svona miklu af tíma hans? „Ertu að vinna að Calvin mál- inu?“ spurði Anne og virti fyrir sér skjölin á skrifborðinu. „Er það ekki málið þar sem skjól- stæðingur ykkar stefndi vinnu- veitendum sínum fyrir að hafa ekki sama rétt á barnsburðar- leyfi og konur?" Jú, það er rétt,“ svaraði Charlotte. Hún reyndi að kreista fram bros og bætti við: „Þetta er mikilvægt prófmál. En því miður er ég hrædd um að við eigum litla möguleika á að vinna það.“ „Ég er sammála því,“ sagði Anne. „En það er samt dæmi- gert fyrir Daniel að taka að sér svona mál.“ „Til þess að fá umfjöllun í fjölmiðlunum? Áttu við það?“ spurði Charlotte þurrlega. Anne leit á hana og hristi höf- uðið. „Daniel er ekki þannig," sagði hún ákveðin. „Hann hef- ur meiri áhuga á að réttlætið nái fram að ganga heldur en að fá mynd af sér í blöðunum. Þú getur ekki trúað því hversu mörg mál hann tekur að sér án þess að taka krónu fyrir. Á móti kemur auðvitað að við fáum mörg mál sem er mjög vel borg- að fyrir.“ ,,Já,“ sagði Charlotte háðs- lega. „Manngæskuna verðurað fjármagna á einhvern hátt." Hvers vegna þurfti hún alltaf að lenda í einhverju svona? Aðra mínútuna var hún viss um að Daniel væri útsmoginn smjaðrari og þá næstu neydd- ist hún til þess að viðurkenna að hann væri umhyggjusamur og góður. Anne fór fram og Charlotte ýtti blöðunum frá sér, stóð upp og starði út um gluggann. Reyndu að hugsa rökrétt, sagði hún við sjálfa sig. Gott og vel, kannski kitlaði það hé- gómagirnd Daniels að Patricia sýndi honum áhuga. Mundu að hann þekkti hana áður en hann kynntist þér. Þótt þau hafi ein- hvern tímann verið saman er ekki þar sem sagt að þau séu það lengur. En svo minnti hún sig á að hann hafði boðið Patriciu með sér út að borða, sama kvöldið og þær Sarah fóru út. Hann kynnti hana sem skjólstæðing sinn, jafnvel þótt hann væri búinn að ganga frá öllum hennar málum, eftir því sem Anne sagði. Hann gæti verið að vinna að öðru máli fyrir hana, hugsaði hún. Hún gæti komist að því, einfaldlega með því að spyrja hann. En hún vissi að það myndi hún aldrei gera. Hún var ekki nógu sjálfsörugg til þess að spyrja hann út í gömul ástar- sambönd. Þau höfðu ekki þekkst nógu lengi, samband þeirra stóð ekki á nógu traust- um grunni. Hvaða samband? spurði hún sjálfa sig reiðilega. Kannski var hann bara að leika sér að henni, kannski ... Hættu þessari vitleysu. Hann er ekki þannig maður. Hún reyndi að hugga sig við það, en einhver innri rödd spurði hana háðslega hvort hún þekkti hann nógu vel til þess að geta verið viss. Hvers vegna ertu að kvelja þig svona? spurði hún sjálfa sig reiðilega. Hvers vegna þarftu alltaf að vera svona hrædd og óörugg? Daniel kom um kaffileytið. Charlotte heyrði að Anne var inni hjá honum þegar hún kom niður úr „vöggustofunni". Hún heyrði dyrnar opnast og Anne fara fram. Hana langaði að standa upp og fara inn á skrif- stofuna hans, til þess að full- vissa sjálfa sig um að hana hafði ekki dreymt það sem gerðist kvöldið áður. „Þú ert aldeilis niðursokkin." Hún spenntist upp þegar hún heyrði hlýjuna í rödd hans. Hann tók sér stöðu við hliðina á henni en hallaði sér ekki yfir hana eins og hann var vanur. 46 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.