Vikan


Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 45

Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 45
Þórunn Stefánsdótlir þýddi ir leitt að hafa eyðilagt kvöldið, en Charlotte opnaði dyrnar og sagði biturlega: „Það er allt í lagi. Ég veit fullvel að í vissum málum verður að ríkja algjör trúnaður milli lögmanns og skjólstæðings." Hún yrði að komast í burtu frá honum áður en hún gerði sig að algjöru fífli, áður en hún segði honum hvað það særði hana mikið að vita til þess að hann treysti henni ekki. Hún sneri sér undan og sagði: „Það er ekkert skrýtið að þú treystir mér ekki, ef starfsferi11 minn er hafður í huga. Ég má þakka fyrir að hafa fengið vinnu, hvað þá að ..." Hún saup hveljur þegar hann teygði sig eftir henni, þrýsti henni að sér og horfði djúpt í augun á henni. „Það er ekki rétt. Það er alls ekki rétt,“ sagði hann. Hún vissi að hún ætti að streitast á móti þegar hann kyssti hana, bera höfuðið hátt og segja honum að samband þeirra ætti enga framtíð fyrir sér, ef ekki ríkti gagnkvæmt traust á milli þeirra. En hún hafði enga stjórn á tilfinningum sínum. Kossar hans námu burt skilaboðin sem heilinn sendi henni ogveittu henni þægilega vernd þar sem ekkert skipti máli nema þau tvö. Hún hafði misst stjórn á sér að ástæðulausu, hugsaði hún syfjulega með sjálfri þegar hún var komin upp í rúm og rifjaði upp atburði kvöldsins. Hún hafði enn einu sinni ver- ið of viðkvæm og leitað uppi vandamál þar sem þau var ekki aðfinna. Hafði ekki Daniel sagt henni hversu mikið hann mat störf hennar? f kvöld hafi hann líka svo sannarlega sýnt henni hversu mikið hann þráði hana. Þau höfðu ekkert minnst á ást. Þau voru bæði nógu þroskuð til þess að ofnota slík orð ekki, vissu hversu fljótt þau fölnuðu og misstu merkingu sína. Einu orðin sem hún vildi fá að heyra voru þau að hann hefði dæmt hana ranglega. Hún vildi heyra hann segja að hún þyrfti ekki að skammast sín fyrir mis- tök sín, mistök sem á engan hátt hefðu áhrif á getu hennar. Hún brostí með sjálfri sér. Lydia hefði örugglega ekki orð- ið hrifin af þessum heilabrot- um. Næsta morgun sagði Charlotte ákveðin við sjálfa sig að hún yrði að gleyma fortíðinni. Á leiðinni í vinnuna hugsaði hún einu sinni enn um orð Daniels, hversu mikils hann mæti vinnu hennar. Það var betra en að velta sér upp úr at- burðum kvöldsins. Hún vissi að Daniel kæmi ekki í vinnunna fyrr en eftir fundinn. Anne afhenti henni póstinn og sagði: „Vel á minnst, Dani- el kemur ekki fyrr en seinna í dag._“ „Ég veit það,“ sagði Charlotte umhugsunarlaust. Húnvarann- ars hugar og tók ekki strax eft- ir því að Anne horfði undrandi á hana. Anne sagði ekkert en Charlotte flýtti sér að segja: „Hann ... Daniel hringdi heim til mín f gærkvöldi til þess að segja mér að hann yrði að mæta á fund í morgun." „Ég var að velta því fyrir mér hvernig þú vissir það. Fundar- stjórinn hringdi ekki fyrr en seint í gær til þess að láta mig vita að fundinum hefði verið flýtt." Það varengin ástæða til þess að leyna því fyrir Anne að þau Daniel höfðu borðað saman, sagði Charlotte við sjálfa sig seinna, en samband þeirra var ennþá ungt, leyndarmál sem hún vildi ylja sér við í einrúmi. Vegna þess að hún trúði ekki ennþá að þetta væri raunveru- legt ... Vegna þess að kannski þorði hún ekki að trúa ... Trúa hverju? Að Daniel þráði hana? hugsaði hún. En svo minnti hún sig á loforðið sem hún hafði gefið sjálfri sér um morguninn; að hugsa eingöngu jákvæðar hugsanir og hætta að einblína á fortíðina. Charlotte vann af krafti allan morguninn, og var hreykin þeg- ar hún mundi eftir sjaldgæfu fordæmi sem gæti komið þeim til góða við flutning á erfiðu máli. Hún fór upp á bókasafnið til þess að fletta upp efninu. Hún var nýsest niður aftur þegar Anne kom inn til hennar. Reið- in skein úr andliti hennar. „Er eitthvað að?“ spurði Charlotte. „Ég þoli ekki þessa kerl- ingu.“ „Hvaða kerlingu? „Þatriciu Winters," sagði Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.