Vikan


Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 48

Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 48
Pabbi hennar var einn af Bítlunum, Kate Moss er góð vinkona hennar og hún er yfirmaður hjá hinu heimsfræga Chloé tískuhúsi. Samt er Stella McCartney með báða fæturna á jörðinni og virð- ist vera afskaplega hógvær ung kona. Tók námið fram yfir skemmtanalífið Paul McCartney, faðir Stellu, er margfaldur milljónamær- ngur og móðir hennar, Linda, rak fyrirtæki sem gaf kmikið í aðra höndina. Samt sem áður gengu Stella og systur hennar, Heather og Mary, í venjulega skóla. Stella r segirað það hafi stund- um verið dálítið erfitt: ,,Ef égmissti af skólabíln- um þáskutlaði pabbi mér í skólann og ég var alltaf dauðhrædd um að krakk- arnir myndu sjá hann og hópast að bílnum. Svo ég lét hann yfirleitt stöðva bílinn dálítinn spöl frá skólanum! En ég er mjög ánægð með að for- eldrar mínir skyldu ekki setja mig í einkaskóla." Þegar Stella var 14 ára göm- ul var hún stöðugt að blaða í glanstímaritum og skoða nýj- ustu tískuna og þráði að eignast fötin sem hún sá í þeim. Til þess að svo mætti verða fékk hún sér vinnu samhliða náminu og vann við uppvask á veitingahúsi í grenndinni. Foreldrar hennar höfðu tekið þá stefnu í uppeldi barna sinna að þau þyrftu að læra að hafa fyrir hlutunum. Þegar Stella var orðin 15 ára nýttu þó McCartney-hjónin sambönd sín til þess að Stella kæmist í vinnu hjá Christian Lacroix í París. Það var ekki fín staða sem dóttir hins fræga Bít- ils fékk. Hún sinnti ýmsum ^ómerkilegum erindum fyrir kstarfsfólk fyrirtækisins og [sama var upp á teningnum þegar hún vann hjá tísku- hönnuðinum Betty Jackson. Hönnuðurinn segirað Stella hafi verið sérlega stundvís og aldrei mætt of seint í jvinnuna: ,,Hún var alltaf 1 síðust allra að fara úr vinn- I unni. Starf hennar fólst að [mestu í að hella upp á [ kaffi, sendast, sauma töl- | ur á flíkur og strauja." Stella lærði tískuhönn- un við Central St. Mart- in’s College of Art and Design. Kennarar henn- kar þar muna eftir henni Isem duglegum náms- manni sem vakti þó enga sér- staka athygli þeirra. Þegar aðr- ir námsmenn borguðu atvinnu- mönnum fyrir að sauma flík- urnar sem þeir höfðu hannað fyrir útskriftarsýninguna þá gerði Stella það sjálf. Námsár- in voru sá tími sem hún hefði auðveldlega getað verið að skemmta sér konunglega á næt- urlífinu með öðrum frægum stelpum sem voru vinkonur hennar, eins og Kate Moss og Patsy Kensit, en Stellatók nám- ið og allri vinnunni sem fygldi því fram yfir skemmtanalífið. Leynilegur elskhugi? Stella hefur alltaf haldið einkalífinu alveg út af fyrir sig svo lítið er vitað um karlmenn í lífi hennar. Sagt er að pabbi Stellu hafi eindregið ráðið dótt- ur sinni frá því að standa í ást- arsamböndum við hljómsveitar- gæja því hann hafði áhyggjur af því að slíkir menn væru ein- ungis á höttunum eftir að kom- ast inn í McCartneyættina og veldið sem því fylgir. Það er vit- að að Stella hefur átt nokkra kærasta í gegnum tíðina en margir segja að hún sé búin að vera á föstu með hinum 34 ára gamla Nick Milner í fjögur ár. Þau sjást þó nánast aldrei sam- an á myndum og hann hefur harðneitað fjölmiðlum um að ræða samband sitt við Stellu. Vinir hennar hafa sagt að Nick sé einn af örfáum manneskj- um sem hún raunverulega treystir. Stella hefursætt mikilli gagn- Texti: Hrund Hauksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.