Vikan


Vikan - 24.10.2000, Page 48

Vikan - 24.10.2000, Page 48
Pabbi hennar var einn af Bítlunum, Kate Moss er góð vinkona hennar og hún er yfirmaður hjá hinu heimsfræga Chloé tískuhúsi. Samt er Stella McCartney með báða fæturna á jörðinni og virð- ist vera afskaplega hógvær ung kona. Tók námið fram yfir skemmtanalífið Paul McCartney, faðir Stellu, er margfaldur milljónamær- ngur og móðir hennar, Linda, rak fyrirtæki sem gaf kmikið í aðra höndina. Samt sem áður gengu Stella og systur hennar, Heather og Mary, í venjulega skóla. Stella r segirað það hafi stund- um verið dálítið erfitt: ,,Ef égmissti af skólabíln- um þáskutlaði pabbi mér í skólann og ég var alltaf dauðhrædd um að krakk- arnir myndu sjá hann og hópast að bílnum. Svo ég lét hann yfirleitt stöðva bílinn dálítinn spöl frá skólanum! En ég er mjög ánægð með að for- eldrar mínir skyldu ekki setja mig í einkaskóla." Þegar Stella var 14 ára göm- ul var hún stöðugt að blaða í glanstímaritum og skoða nýj- ustu tískuna og þráði að eignast fötin sem hún sá í þeim. Til þess að svo mætti verða fékk hún sér vinnu samhliða náminu og vann við uppvask á veitingahúsi í grenndinni. Foreldrar hennar höfðu tekið þá stefnu í uppeldi barna sinna að þau þyrftu að læra að hafa fyrir hlutunum. Þegar Stella var orðin 15 ára nýttu þó McCartney-hjónin sambönd sín til þess að Stella kæmist í vinnu hjá Christian Lacroix í París. Það var ekki fín staða sem dóttir hins fræga Bít- ils fékk. Hún sinnti ýmsum ^ómerkilegum erindum fyrir kstarfsfólk fyrirtækisins og [sama var upp á teningnum þegar hún vann hjá tísku- hönnuðinum Betty Jackson. Hönnuðurinn segirað Stella hafi verið sérlega stundvís og aldrei mætt of seint í jvinnuna: ,,Hún var alltaf 1 síðust allra að fara úr vinn- I unni. Starf hennar fólst að [mestu í að hella upp á [ kaffi, sendast, sauma töl- | ur á flíkur og strauja." Stella lærði tískuhönn- un við Central St. Mart- in’s College of Art and Design. Kennarar henn- kar þar muna eftir henni Isem duglegum náms- manni sem vakti þó enga sér- staka athygli þeirra. Þegar aðr- ir námsmenn borguðu atvinnu- mönnum fyrir að sauma flík- urnar sem þeir höfðu hannað fyrir útskriftarsýninguna þá gerði Stella það sjálf. Námsár- in voru sá tími sem hún hefði auðveldlega getað verið að skemmta sér konunglega á næt- urlífinu með öðrum frægum stelpum sem voru vinkonur hennar, eins og Kate Moss og Patsy Kensit, en Stellatók nám- ið og allri vinnunni sem fygldi því fram yfir skemmtanalífið. Leynilegur elskhugi? Stella hefur alltaf haldið einkalífinu alveg út af fyrir sig svo lítið er vitað um karlmenn í lífi hennar. Sagt er að pabbi Stellu hafi eindregið ráðið dótt- ur sinni frá því að standa í ást- arsamböndum við hljómsveitar- gæja því hann hafði áhyggjur af því að slíkir menn væru ein- ungis á höttunum eftir að kom- ast inn í McCartneyættina og veldið sem því fylgir. Það er vit- að að Stella hefur átt nokkra kærasta í gegnum tíðina en margir segja að hún sé búin að vera á föstu með hinum 34 ára gamla Nick Milner í fjögur ár. Þau sjást þó nánast aldrei sam- an á myndum og hann hefur harðneitað fjölmiðlum um að ræða samband sitt við Stellu. Vinir hennar hafa sagt að Nick sé einn af örfáum manneskj- um sem hún raunverulega treystir. Stella hefursætt mikilli gagn- Texti: Hrund Hauksdóttir

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.