Vikan


Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 55

Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 55
M'rSJili/iHtTTi Er hann í dópiP Kæri Póstur, Ég hef lengi ætlað að skrifa þér en dreg- ið það því ég á erfitt með að koma orðum frá mér á blað. En ég veit ekki hvert ég get snúið mér með vandamál mitt og ég vona að þú getir lagað stafsetninguna mína og orðafar, svo þetta verði ekki asnalegt bréf. Ég er 17 ára og er búin að vera á föstu með strák sem ég er mjög hrifin af f næst- um ár. Ég virðist samt vera sú eina sem líst vei á hann því bæði foreldrar mínir og vinkonur þola hann ekki. Hann er ekki í góð- um félagsskap því vinir hans drekka mikið og ég veit að þeir eru eitthvað að fikta í dópi. Mig grunar að hann sé í dópinu líka en þegarégfæ kjarktil aðspyrja hann þá verð- ur hann alltaf mjög reiður og harðneitar því. Hann segist bara nota áfengi. Ég er samt eiginlega alveg viss um að hann reyki hass og taki amfetamín og E-töflur. Ég finn stundum hasslykt af honum og þá sofnar hann mjög fast og það er næstum ómögu- legtaðvekja hann. Hann erfarinn að mæta illa í skólann (við erum í sama skóla) og er mjög skapstyggur. Ég elska hann samt og mig langar til að hjálpa honum en ég veit ekki hvaðéggetgert. Éggetekki snúið mér til foreldra minna eða vina því þeim er nógu illa við hann fyrir. Kæri Póstur, hvað á ég að gera? Þín Zeta Kæra Zeta, Það er oft erfitt að gera sér grein fyrir hvort fólk sem stendur manni nærri sé í neyslu. En fyrst þú hefur, að ég tel, rök- studdan grun um það, þá ættir þú ekki að velkjast í vafa. Kærasti þinn er mjög líklega að neyta eiturlyfja og satt best að segja veit ég ekki hversu mikið þú getur hjálpað honum. Ég myndi byrja á því að skoða hvers vegna foreldrum þínum og vinum er svona illa við hann. Það hlýtur að vera einhverástæða fyrir því og passaðu að þú einangrir þig ekki með honum og missir tengslin við vinkon- ur þínar. Þá er frekar hætt við að þú sogist inn í hans heim og það getur verið erfitt að snúa við. Ég myndi ráðleggja þér að slíta þessu sambandi og reyna að hella þér frekar út í félagsskap vinkvenna þinna og ég get lofað þér, hvað strákana varðar, að það eru fleiri fiskar í sjónum. Ef þú ert hins vegar ákveðin í að halda sambandinu áfram og vilt reyna að hjálpa honum þá er ýmislegt sem þú getur gert. Mér heyrist samt að þú hafir ekki mikla þekkingu til þess að fást svona alvarlegt ogflókið mál sem ffkniefnaneysla eren það er sjálfsagt að reyna að hjálpa kærasta eða vinum úr þessum vítahring. Það er til mikið af lesefni um fíkniefna- neyslu og eins er mikið af upplýsingum um þessi málefni á Netinu. Það er auðvelt fyrir þig að nálgast upplýsingar á þann hátt og þá ertu jafnvel betur undirbúin til þess að ganga lengra. Þú getur haft samband við SÁÁ og talað við ráðgjafa þar eða Virkið, þar sem þú gætir komist í samband við fyrr- verandi neytendur og fólk með mikla reynslu af neyslumynstrinu. Mérfinnst þó Ifklegt að kærasti þinn tæki því mjög óstinnt upp þar sem þú segir að hann sé skapstygg- ur og fólk í neyslu er oftast í mikilli afneit- un. Það er erfitt að ráðleggja þér í þessu máli því auðvitað þykir þér mjög vænt um kærastann þinn og vilt hjálpa honum. Mig grunar samt að mesta hjálpin sé einfald- lega sú að segja hreint út við hann að þú vitir að hann sé í fíkniefnaneyslu, þú kæri þig ekki um það og sért hætt með honum, þótt þú elskir hann. Það er aldrei að vita nema að hann myndi snúa við blaðinu og hætta neyslunni til þess að missa þig ekki. Ég þekki einmitt slíkt dæmi þar sem stelp- an sagðist ekki láta bjóða sér þetta ástand og hætti með kærastanum sfnum. Hann varð fyrir miklu áfalli og ástarsorg, tók sig saman í andlitinu og hætti allri neyslu. í dag eru þau hamingjusöm og farin að búa saman en hann hefur ekki komið nálægt fíkniefnum síðan. Það er alls ekki víst að kærasti þinn velji þessa sömu leið en það eru líkur á því og vel þess virði að láta reyna á það. Kannski sér hann að sér og hættir í neyslunni. Ef ekki, þá ert þú búin að leggja þitt af mörk- um til þess að reyna að hjálpa honum og ættir að draga þig í hlé. Gangi þér sem allra best. Kæri Póstur, Ég er hálffeimin við að skrifa þér en læt slag standa. Þannig er mál með vexti að ég er að nálgast þrítugsaldurinn og var að komast að því að ég þarf að nota gleraugu. Ég veit að það hljómar hégómlega en égget bara ekki hugsað mér að ganga með gler- augu. Ég er talin vera mjög lagleg og mér finnst svo púkalegt að vera með gleraugu. Að auki finnst mér það ekki henta minni manngerð. Ég þori ekki að fá mér linsur því ég er hrædd um að þær meiði mig og að það sé svo mikið vesen í kringum þær. Hjálp! Karen Kæra Karen, Þetta er nú meira bullið í þér! Líklega vissirðu innst í hjarta þínu að svar mitt yrði á þennan veg. í fyrsta lagi ertil þvílíkt úrval af fallegum og ,,töff“ gleraugum að það hálfa væri nóg. Sumt fólk, sem þarf ekki einu sinni á þeim að halda, fær sér samt gleraugu (með plasti í staðinn fyrir sjóngler) til þess eins að punta sig og njóta þess að ganga með falleg gleraugu. Ef þú þarft að ganga með gleraugu þá er það bara nokkuð sem þú þarft að takast á við. Égget lofað þér því að þú munt hrein- lega sjá veröldina í nýju Ijósi eftirað þúferð að nota gleraugu. Þú ferð að sjá skýrar, verð- ur þar af leiðandi öruggari með sjálfa þig og þú átt eftir að sjá fullt af fallegum karl- mönnum sem þú hefur ekki tekið eftir áður! Án grfns, þá mæli ég með að þú skoðir tískublöð og úrvalið í gleraugnaverslun- um. Ef þú sérðgleraugu sem þúgeturhugs- að þér að ganga með, þá skaltu kaupa þau þótt þau séu dýr því það er mikilvægt að þér líði vel með fyrstu gleraugun þín. Sumir eiga nokkur til skiptanna og líta á gler- augu sem eins konar skartgrip. Það er löngu liðin tíð að notkun linsa fylgi eitthvert tilstand og það er mjög ótrúlegt að þær myndu meiða þig. Þú ættir að prófa þær áður en þú leggur dóm á notkun þeirra. Þú gerir þér grein fyrir að það er svolítill hégómi í þér og þá skaltu bara kaupa þér flott merkjagleraugu eftir frægan tísku- hönnuð og ganga stolt með þau! Spurningar má senda til „Kæri Póstur“ Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öil bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.