Vikan


Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 50

Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 50
texti: Gunnhildur Lily Magnúsdóttir Unglingurinn Við sem komin erum til vits og ára erum stundum svo hrokafull að telja okkur eiga einkarétt á mörgu því sem tengist ástinni, eins og ástarsorg, rómantík og kynlífi. Vel á minnst! Kynlífið. Þrátt fyrir að mörg okkar vilji ekki horfast í augu við þá stað- reynd stundar stór hluti íslenskra ung- linga kynlíf í einhverri mynd löngu áður en mamma og pabbi vita það og stundum áður en unglingurinn sjálf- ur hefur andlegan þroska til þess. Stað- reyndin er nefnilega sú að þótt holdið sé viljugt er ekki víst að hugurinn sé undir slík átök búinn. Unglingsmæður Þrátt fyrir gott aðgengi að getnaðarvörnum og ágætis kyn- fræðslu í skólum er hlutfall kvenna eða réttara sagt stúlkna sem verða þungaðará unglings- árunum hátt hérlendis. Fóstur- eyðingum hefur einnig farið jafnt og þétt fjölgandi en rétt er þó að taka fram að þeim hef- ur fjölgað í öllum aldurshópum en ekkert sérstaklega í þeim yngsta. Þrátt fyrir að íslendingar séu taldir frekar frjálslyndir þegar kemur að þungunum ungra stúlkna og kynlífi unglinga al- mennt og flestum börnum ungra mæðra sé tekið opnum örmum er það sennilega alltaf mikið áfall fyrir óharðnaða ung- lingstúlku að uppgötva að hún er ófrísk. Ekki má gleyma að- standendunum og þá sérstak- lega foreldrum stúlkunnar sem oft lenda í því að eignast í raun annað barn í stað barnabarns. Það sem oft gleymist í þessari umræðu er þáttur barnsföðurs- ins. Hann er oft minni en þeg- ar um fullorðna karlmenn er að ræða því í flestum tilfellum þola sambönd unglinga ekki álagið sem fylgir því að eignast barn jafnvel þótt heitar tilfinningar séu til staðar. Nægur andlegur þroski og tilfinningaleg reynsla eru ef til vill ekki til staðar svo parið ráði við jafn stórt verkefni í sameiningu og foreldrahlut- verkið. Þrátt fyrir að samband hinna ungu foreldra gangi ekki upp og uppeldið lendi að mestu eða öllu leyti á stúlkunni ogforeldr- um hennar er ekki þar með sagt að barnsfaðirinn ungi og hans aðstandendur séu lausir allra mála. Sennilega er drengurinn jafn ráðvilltur og barnsmóðir hans og þótt það sé ekki hans að taka ákvörðun um afleiðingar þungunarinnar hlýtur hún í flestum tilfellum að valda hon- um hugarangri og kvíða. En þrátt fyrir að fæstar ung- lingsstúlkur ætli sér að verða ófrískar tekst þeim flestum ágætlega upp þegar á hólminn er komið því íslenskar konur og stúlkur eru eins og flestir vita bæði sjálfstæðar og ákveðnar. Ranghugmvndir Framboð á alls kyns kyn- lífstengdu efni og umræða um kynlíf, í sinni víðustu mynd, hefur aukist mjög á undanförn- um misserum. íslenskir ung- lingar hafa að sjálfsögðu ekki farið varhluta af þessari um- ræðu, jafnvel þótt þeir eigi lög- um samkvæmt ekki að hafa samfarir fyrr en þeir verða lög- ráða. Að sumu leyti er umræð- an af hinu góða því fræðsla um kynhegðun og getnaðarvarnirer í raun nauðsynlegur hluti af kynþroskanum og unglingsár- unum. Þeirri hugsun skýtur hins veg- ar stundum upp kollinum að þrátt fyrir að aukið frjálsræði í kynferðismálum, nektarstaði, hjálpartækjaverslanir, blöð og myndir geti kryddað kynlíf hinna fullorðnu komi það inn ranghugmyndum hjá þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í kynlífinu. íslenskir unglingar eru nefnilega upp til hópa vel gefnir og upplýstir. Stór hluti æsku landsins hefur auk þess aðgang að Netinu þar sem auð- velt er að verða sér úti um alls kyns misgott efni tengt kynlífi. Það er því ekkert óeðlilegt þótt mörgum foreldrum hrjósi hugur við sumu af því kynlíf- tengda efni sem unglingarnir geta auðveldlega orðið sér út um. Flest viljum við líta á kynllf sem eitthvað fallegt, ástríðu- þrungið og innilegt sem fólk stundar sér til ánægju og til að tjá tilfinningar sínar með. Það er þó kannski ekkert óeðlilegt að ungar sálir ruglist örlítið í ríminu og viti ekki hvernig kyn- lífið ,,eigi“ að vera þegar ann- ars vegar er talað um að því eigi að fylgja tilfinningar og ást og hins vegar er talað um kynlíf sem söluvöru sem hægt er að nálgast jafn auðveldlega og pylsu og kók í sjoppunni. Heimili og skóii Nútímaforeldrar gera sér flestir grein fyrir því að ekki er nauðsynlegt að fræða ungling- ana um býflugurnar og blóm- in. Börn og unglingar nú til dags eru upplýstari en svo! Tæpitungulaus kynfræðsla er hluti af Iíffræðinámi barna og unglinga, þar sem tæpt er á kynþroskanum, kynlífi, getnað- arvörnum og kynsjúkdómum svo eitthvað sé nefnt. Sennilega þakka margir foreldrar fyrir þessa fræðslu enda finnst mörgum erfitt að ræða jafn „viðkvæm" efni og kynlíf og kynhegðun við unglingana. En kynfræðsla í skólum er að mörgu leyti dálítið tæknileg, ef svo má að orði komast, og ein- skorðuð um of við líkamlega hlið kynlífsins. Það er því alls ekki rétt að for- eldrar velti ábyrgðinni algjörlega yfir á skólana þegar kemur að kynfræðslu unglinga. Þrátt fyrir ágæta undirstöðu- fræðslu í skólunum velta flest- ir unglingar fyrir sér hlutum eins og: „Hvernig veit ég að nú er rétti tíminn til að missa mey- dóminn?" ,,Er ég sá eini í bekknum sem hefur ekki sofið hjá?" „Verður þetta voðalega sárt?" eða „hvernigveit ég hvað fullnæging er?“ Kannski hljóma slíkar spurn- ingar léttvægar í eyrum hinna eldri og reyndari en þær geta vafist fyrir þeim óreyndu sem eru að feta sín fyrstu spor á vegi ástarinnar. 50 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.