Vikan


Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 26

Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 26
kýs að taka sér fyrir hendur þeg- ar þar að kemur." Uar öðruuísi að uerða amma en mammaP „Það kom mér á óvart hvað það vargjörólíkt. Égvarafskap- lega glöð og stolt þegar ég varð mamma og þó að ég væri frek- ar ung var ég alveg tilbúin að takast á við þetta nýja hlutverk ílífi mínu. Móðurhlutverkið var mér svo eðlilegt og ég man ekki eftir að hafa velt því sérstaklega fyrir mér hvernig ég ætti að gegna því. Ábyrgðin var mín og mér þótti sjálfsagt og eðlilegt að axla hana. Þegar ég varð amma fannst mér ég að mörgu leyti miklu óöruggari um stöðu mína. Ég átti ekki þetta litla barn og þó að mér fyndist það vera hluti af mér var ábyrgðin á framtíð þess ekki mín. Ég hugsa að það sé líka ólíkt að verða móður- amma eða föðuramma. Hver þekkirekki söguraf tannhvössu tengdamömmunni sem veit svo miklu betur en sonurinn og tengdadóttirin hvernig eigi að ala upp börn? Og ég ætla ekki að falla í þá gryfju - nema kannski stundum! Það er aldrei að vita hvað ég geri þegar ömmustelpan kemur til mín og segir mér að pabbi sinn og mamma skilji sig ekki og vilji ekki leyfa sér að setja „tattú" á öxlina á sér og lita hárið á sér grænt. Ég ætla nefnilega að vera víðsýna og vinsæla amman sem skilur nútímann. í litlu ömmustelpunni minni hef ég eignast nýja vinkonu. Hún veit hvað mér finnst hún skemmtileg og yndisleg og læt- ur mig líka finna hvað hún er hrifin af mér. Á milli okkar er heil kynslóð og margir áratugir en á milli okkar er líka sterkur þráður sem ég vona að slitni aldrei. Við eigum ýmislegt sam- eiginlegt sem enginn annar á nema við tvær. Ég hef notið þess að fylgjast með henni breytast úr ómálga ungbarni í sjálfstæðan persónuleika með skoðanir. Nú er hún farin aðtala og auðvitað var „amma“ eitt af fyrstu orðunum sem hún sagði." Amman flevtir rjómann af upp- eldishlutverklnu Salome Þorkelsdóttir, fyrrver- andi alþingismaður og forseti Al- þingis hefur gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum á vegum Soroptimistasambands íslands. Hún hefur til að mynda verið for- seti Landssambands Soroptimista og er nú formaður Soroptimista- klúbbs Kjalarnesþings. Soropti- mistasambandið er alþjóðleg samtök kvenna sem starfa fyrst og fremst að líknar-, menningar- og umhverfismálum. Hér á íslandi eru vel á fimmta hundrað konur í sextán klúbbum. Þetta eru ein fjölmennustu starfsgreinasamtök kvenna í heiminum með um hund- rað þúsund félagskonur, það má nærri geta að í mörg horn sé að líta þegar svo margar konur leggja hönd á plóg og vilja láta gott af sér leiða. Saiome er einnig formaður hússtjórnar Þjóðmenn- ingarhússins (áður Safnahúsið við Hverfisgötu) sem var opnað 20. apríl með glæsilegum sýning- um í einu fallegasta húsi á ís- landi. Barnabörnin hennar eru átta og að auki á hún eitt langömmubarn. Hefur Salome nægan tíma til að sinna afkom- endunum? „Það hefur breyst á þeim tíma sem er liðinn frá því að fyrstu barnabörnin fæddust. Þegar þau voru yngri gat ég ekki sinnt þessu hefðbundna gamla ömmuhlutverki. Það má segja að móðir mín hafi gengið inn í það hlutverk. Hún var oft með dóttursyni mína þegar þeirvoru litlir í daglegri pössun en ég naut þess aðeins á sunnudögum að fá barnabörnin í heimsókn. Ég saknaði þess óneitanlega að geta ekki sinnt þessu betur.“ Hefur þetta þá breyst? „Já mikil ósköp. Nú ræð ég tíma mínum sjálf en barnabörn mín eru flest orðin fullorðið fólk. Þau eru á aldrinum frá þriggja til þrjátíu og þriggja ára, þannig að það eru breyttir tímar en langömmubarnið mitt ertveggja ára.“ Sumir tala um að ömmurnar beri menningararfinn áfram og fræði komandi kynslóðir. Telur þú það vera hlutverk ömmunn- ar? „Þannig var amma Halldórs Laxness. Hann segir frá því í bókinni Heiman ég fór. Ég get ekki státað af því að hafa gegnt því hlutverki en náttúrulega hljóta ömmurnar, vegna aldurs síns og reynslu, að hafa fleiru aðmiðlaen mæðurnarsérstak- lega ef mæðurnar eru ungar. Maðurinn minn er garðyrkju- bóndi og flest ef ekki öll barna- börnin hafa unnið hjá honum í gróðurhúsunum á sumrin. í sumarvoru sonardæturokkarað vinna hjá okkur og þær sóttust eftir því sjálfar. Þær eru á fimmtánda ári og mér þótti vænt um að þær skyldu sjálfar vilja koma til okkar og vinna. Þær voru hjá okkur frá klukkan níu til þrjú svo það veitti okkur ánægjulegt tækifæri til að um- gangast þær.“ Hvernig tilfinning er það að verða amma í fyrsta sinn? „ Það er mjög sérstakt og ynd- islegt. Ég var fertug þegar ég varð amma í fyrsta sinn og það var áður en ég fór að starfa jafn mikið og síðar varð í pólitík svo ég hafði töluverð samskipti við elsta barnabarn mitt. Foreldrar drengsins voru í námi erlendis en þau dvöldu mikið hjá okkur á sumrin. Þegar hann fór að stálpast kom hann og vann hjá afa sínum í gróðurhúsunum. Já, það er mikil upplifun að verða amma. Það er svona eins og að fleyta rjómann ofan af barna- uppeldinu. Munurinn á ömmu- hlutverkinu og mömmuhlut- verkinu er sá að amman er laus við ábyrgðina og fær að njóta umgengninnar við barnið." 26 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.