Vikan


Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 29

Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 29
Englaröddin Mér varð ekki um sel þegar ég heyrði að ballið var búið og það hljóðnaði yfir öllu á snyrting- unni. Mér fannst ég heyra englarödd þegarsystir mín kall- aði nafnið mitt og virtist áhyggjufull. Einhvern veginn tókst mér að umla nógu hátt til þess að hún heyrði í mér og kæmi að dyrunum hjá mér. Hún bað mig um að opna en ég sagð- ist ekki hafa krafta til þess. Hún sagði mér að ég yrði að gera það því annars kæmu dyraverð- ir og kölluðu á lögregluna og ég yrði handtekin og ég veit ekki hvað hún sagði meira en þetta varð til þess að ég skreiddist að dyrunum og tók lásinn af. Síðan lagðist ég aftur á gólfið. Hún kom inn og ég gleymi aldrei svipnum á andliti henn- ar. Hann sýndi vantrú og hneykslan. Égsagði henni mjög óskýrt að ég væri ekki drukkin, ég hefði orðið svona veik af þessu eina glasi sem ég drakk. Henni brá mikið og bað mig um að bíða aðeins. Hún hljóp og sótti Þorstein mág okkar sem hjálpaði mér á fætur. Hann hafði aldrei séð mig í svona ástandi. Hann sagði mér síðar að ég hefði verið eins og dópisti. Starfskona í Broadway kom inn á snyrtinguna og skipaði Þor- steini að fara út af kvennakló- settinu. Hún var mjög hneyksl- uð á þessu öllu saman og horfði á mig með viðbjóði. Systir mín og Þorsteinn studdu mig fram og sóttu kápuna mína í fata- hengið. Éggat muldrað að mið- inn væri í hólfi í töskunni minni. Við hittum elstu systur okkar í dyrunum en hún var orðin mjög áhyggjufull og hélt að hún hefði misst af okkur. Þegar dyraverð- irnir sáu mig svona „dauða- drukkna" ætluðu þeir að fara að skipta sér af mér og töluðu um að láta lögregluna taka mig. Mér varð allri lokið. Ég reyndi af fremsta megni að tala skýrt og sagði þeimað ég væri fárveik en alls ekki drukkin. Ég veit ekki hvort þeir skildu mig en þeir gátu auðvitað ekkert gert því mágur minn og systir næst- um því héldu á mér og voru auðsjáanlega að hjálpa mér. Ég er enn fúl út í þá þegar ég hugsa um þetta atvik. Þorsteinn hjálpaði mér inn í leigubíl en hann fór í aðra átt ásamt systr- um mínum. Hann sagði bílstjóranum að ég væri veik og ég þyrfti að komast upp í Asp- arfell. Bíl- stjórinn varörugglega dauðhræddur um að ég kastaði upp í bílnum hans svo hann ók á miklum hraða með mig á áfanga- stað. Hann var þó ósköp Ijúfur og hjálpaði mér upp að dyrum. Næturloftið hafði hresst mig það mikið að ég gat geng- ið. Mamma bjó í Asparfelli og á meðan ég beið eftir að fá af- henta íbúð, sem ég var að kaupa, bjó ég hjá henni. Hún vaknaði þegar ég kom inn og horfði steinhissa og svolítið fúl á mig þegar hún sá hversu „full" ég var. Ég slagaði inn í Ég er voða lít- ið fyrir „ef- hugsanir“ en geri mér al- veg Ijóst að tilgangur þessa manns var ekki heið- arlegur. Ef ég hefði farið út á dansgólfið með honum og veikst þar hefði hann ef- laust verið voða góður og „hjálpað“ mér heim ... til sín. íbúðina ogvaransi þvoglumælt þegar ég útskýrði fyrir henni að ég hefði bara drukkið eitt vínglas allt kvöldið og þetta væru bara of- næmisvið- brögð eða eitthvað svoleiðis. Ég skreið upp í sófann í öll- um fötun- um, þegar ég var búin að bjóða mömmu góða nótt, en átti erfitt með að sofna því það hringsnerist allt fyrir augunum á mér. Loksins tókst mér að sofna og mikil var undrun mín þegar ég vaknaði. Ég var alveg eldhress eins og ekkert hefði í skorist en ég hafði búist við miklum höf- uðverk og slappleika. Við mamma ræddum þetta ekki mikið en hún trúði mér samt alveg að ég hefði ekki verið dauðadrukkin. Það ereiginlega sama hve gamall maður verð- ur, mömmurnar hafa rétt á að hneykslast á framkomu manns ef hún gengurfram úr hófi. Son- ur minn er tvítugur í dag og ef hann kæmi blindfullur heim yrði ég ekki mjög hress og léti hann heyra það. Þennan sunnu- dag hringdi maðurinn, sem hafði boðið okkur systrunum í glas, en hann skildi ekkert í því af hverju ég hvarf. Égvarðhissa á að heyra í honum því hann vissi ekki einu sinni hvað ég heiti fullu nafni. Önnur systra minna hafði gefið honum síma- númerið mitt því hann sagðist hafa svo mikinn áhuga á mér. Ég tók honum kuldalega og var frekar „ósanngjörn" við hann því ekki var það honum að kenna þótt ég hefði ofnæmi fyr- irrommi. Mérfannst þetta samt vera hans sök. Hann hringdi einu sinni enn en hætti síðan alveg að ónáða mig því hann fann á mér að ég hafði engan áhuga á að hitta hann. Mörgum árum síðar sagði ég vinkonuminni þessasöguogað ég þyrði ekki að drekka romm því ég hefði ofnæmi fyrir því. Hún horfði á mig steinhissa og sagðist ekki trúa því að ég gæti verið svona mikið barn. Maður- inn sem gaf okkur systrunum í glas hefði alveg örugglega sett einhverja ólyfjan í glasið mitt. Einhverja pillu sem gerði mig svona algjörlega lamaða. Égfór að skellihlæja því ég vissi að þetta var auðvitað eina rökrétta skýringin. Ef ég hefði útskýrt málið betur fyrir mömmu, en hún er hjúkrunarfræðingur, hefði hún örugglega getað bent mér á þennan möguleika. Ég er voða lítið fyrir „ef-hugsanir“ en geri mér þó alveg Ijóst að tilgangur þessa manns var ekki heiðarlegur. Ef ég hefði farið út á dansgólfið með honum og veikst þar hefði hann eflaust verið voða góður og „hjálpað" mér heim ... til sín. Ólyfjanin verkaði of snemma á mig og það hefur líklega eyðilagt áætlun hans. Mig langar að biðja allar konur að vera vel á verði þegar ókunnugir menn bjóða þeim í glas. Mér finnst svolítið skammarlegt að hafa ekki átt- að mig á þessu strax því ég hafði heyrt um svona lyf en ég var alltaf fullviss um að svona lag- að kæmi aldrei fyrir mig. Ég slapp með skrekkinn í þetta skipti en hef alltaf síðan verið mjög varkár gagnvart því sem ég læt ofan í mig á börum. Lesandi segir Guðríði Haraldsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. Hcimilislangið cr: Vikan - „Lífsreynslusaga‘% Seljavcgur 2, 101 Kcykjavík, Nctfang: vikan@frodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.