Vikan


Vikan - 24.10.2000, Side 47

Vikan - 24.10.2000, Side 47
Þórunn Stefánsdótlir þýddi Hún leit á hann, viss um að nú væri komið að því. Hann ætl- aði örugglega að biðja hana að gleyma því sem gerst hafði á milli þeirra, að ... „Gleymdi ég að segja þér í gærkvöldi hvað mér líður vel í návist þinni?" spurði hann blíð- lega. Hún roðnaði. „Hvernig gekk í réttinum?" það var það eina sem henni datt í hug að segja. „Við unnum.“ Hann hikaði og bætti svo við: ,,Þú hefur líklega rétt fyrir þér. Skrifstofan er ekki rétti staðurinn til þess að ræða um persónuleg málefni." Þau horfðust í augu og hana langaði mest af öllu að segja honum hvaða tilfinningar hún bæri til hans og að hún vissi ekki alveg hvar hún hefði hann. Þess í stað heyrði hún sjálfa sig segja: ,,Ég hef verið að kanna Fielding málið og ég held að ég hafi fundið fordæmi sem við getum notfært okkur." „Hvað ertu að segja? Það er aldeilisgott. Komdu með skjöl- in inn á skrifstofuna mína, við skulum skoða þetta saman.“ Skrifborðið hans var miklu stærra en hennar. Hann stillti stól upp við hliðina á skrifborðs- stólnum og hann bauð henni sæti. Um leið og hún settist niður rak hún augun í möppu á borð- inu. (fyrstu hélt hún að mapp- an geymdi skjölin yfir máliðsem hann hafði verið að flytja en svo sá hún nafn Patriciu Winters. „Patricia kom í morgun og var að leita að þér,“ sagði hún og vonaði að röddin kæmi ekki upp um hana. „Ég veit, Anne sagði mér það,“ sagði hann stuttur í spuna. Hún hélt áfram. „Hún kemur oft hingað. Eru einhver vandræði með búskiptin?" Hún hélt niðri í sér andan- um og beið eftir svari. Hjartað hamaðist í brjósti hennar og hún bölvaði sér í hljóði fyrir að vera svona fölsk. Hvers vegna var hún að reyna að veiða hann ígildru? Hversvegnaspurði hún ekki einfaldlega að því sem hún vildi fá að vita? Var það rétt sem henni fannst að hann virti hana reiðilega fyrir sér, eins og hann gæti lesið hugsanir hennar? Gat það verið að hann vissi að henni væri fullkunnugt um að búið væri að ganga frá búskiptunum? Loksins svaraði hann, stutt- ur í spuna: „Það másegja það.“ Hún starði undrandi á hann taka möppuna upp af borðinu, stinga henni í skrifborðsskúff- una og læsa. Charlotte trúði ekki sínum eigin augum. Þetta hafði allt gerst svo fljótt. Hvers vegna sagði hann ósatt? Hvers vegna hafði hann ekki logið meira sannfærandi, hann hefði til dæmis getað sagt að hann væri að vinna að öðru máli fyrir Pat- riciu. Hvers vegna aðsegja eitt- hvað sem var auðvelt að sanna að væri ósatt? Hún sat áfram í stólnum sem lömuð. Hún heyrði hann segja eitthvað en var of örvingluð til þess að greina orðin. Hann hafði logið að henni án þess að hika. Hvers vegna? Var það vegna þess að hann var með Patriciu og vildi ekki að Charlotte kæmist að sannleik- anum? Einhvern veginn tókst henni að sýnast eðlileg á yfir- borðinu þrátt fyrir reiðina sem ólgaði og sauð innra með henni. Hann teygði sig eftir henni þegar hún stóð upp, lagði hönd- ina um handlegginn á henni og reyndi að stöðva hana. Allt í einu missti hún stjórn á sér. Hún hörfaði frá honum ogskip- aði honum að sleppa sér. „Ég þarf að fara á fund í kvöld,“ sagði hann. „En um helgina ..." ,Nei,“ greip hún fram í og hann horfði undrandi á hana. „Charlotte, er eitthvað að? í gærkvöldi ... ef ég hef móðgað þig, ef ég hef farið of geyst..." Hún titraði og skalf af reiði. Hann virtist svo einlægur og umhyggjusamur. Hún var hrædd um að ef hún yrði þarna mikið lengur endaði með að hún brysti í grát og segði honum hvað hann hefði sært hana mik- ið, segði honum að hún elskaði hann og vildi eiga hann ein, segði honum að hún vildi eitt- hvað meira en leynilegt ástar- samband. Hún varð að komast í burtu frá honum áður en hún missti algjörlega stjórn á sér. Þótt hún væri örvingluð tókst henni að ná stjórn á sér og svara honum. „Nei, þetta hefur ekkert með það að gera.“ Hún reyndi að koma sér í burtu en hann náði henni áður en hún komst að dyrunum. „Charlotte, um helgina ..." „Ég verð upptekin alla helg- ina,“ sagði hún rámri röddu. Hún gat ekki afborið að horfa framan í hann. „Ég skil. Jæja, ef til vill ein- hvern tímann seinna." Charlotte henti skjölunum frá sér á skrifborðið og flýtti sér framásnyrtinguna. Þarvarhún þangað til skjálftinn var farinn úr höndunum og hnúturinn í magnum horfinn. Hún skoðaði andlit sitt í speglinum og gatekki annaðen borið það saman við andlitið sem hafði mætt henni í spegl- inum um morguninn. Þetta er ekki bara Daniel að kenna, sagði hún þreytulega við sjálfa sig. Framkoma hennar hafði bent til þess að hún væri reiðubúin ... að hún þráði ... En þá hafði hún haft trú á honum. Hvað hafði hún hald- ið? Að hún væri eina konan í lífi hans ... að samband þeirra væri einstakt og fallegt? Þvílíkur kjáni hafði hún verið. Vinalínan L Þegar plQ vantari / vin O Grænt númer 800 6464 Vikaii 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.