Vikan


Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 18

Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 18
Texti: Jóhanna Harðardóttir Bíómeðferð Betri en ferð til Fólk velur sér bíómyndir eftir skapi. Hver kannast ekki við einhverja sem er/var í ástar- sorg, tók sér sorglega mynd á leigunni og grét yfir henni ein eða með bestu vinkonunni? Sorg- leg mynd getur svo sannarlega losað um tárin og tveim klukkustundum og hálfum vasaklúta- pakka seinna líður manni miklu betur. Geta kvikmyndir raunverulega hjálpað? Að takast á við vanda Hvers vegna er betra að horfa á bíómyndir með konum en körlum? Vegna þess að konur mundu aldrei leggja það á þig að horfa á karate eða stríðsátök í tvo tíma. Þær skilja miklu betur en karlar að góð mynd sem passar við hugarástandið ásamt víni og súkkulaði eða pizzu og kók (allt eftir því hvað á við) er það eina rétta fyrir sálina. Kvikmyndir geta í rauninni hjálpað fólki að takast á við per- sónulegan vanda og því skyldu þær ekki gera það? Kvikmynd- ir hafa tekið við af bókinni og hughrifin frá þessum miðli geta verið sterk. Þegar krísur koma upp í lífinu leita margir hjálpar hjá sálfræðingi og þá miðast meðferðin við að hjálpa fólki að sjá hlutina ( öðru Ijósi. Það sama gerist þegar mað- ur horfir á kvikmynd, myndin er svo raunveruleg að hún dreg- ur þig inn í annan heim og boð- skapur myndarinnar síast inn í undirmeðvitundina og breytir hugsuninni. Kvikmyndin kveikir hug- myndir sem geta stundum gjör- breytt hugarfarinu og gefur fólki tækifæri til að ræða málin op- inskátt. Það er miklu auðveld- ara að tala um vandamál ann- arra en sín eigin og stundum opna sögupersónur í myndun- um og örlög þeirra fólki leið til að ræða sín eigin vandamál eða sjá þau í öðru Ijósi. Réttar aðstæður Kvikmyndirnar eru þægileg leið til að leita í annan hugar- heim. Það eru auðvelt að flétta sínum eigin tilfinningum inn í söguþráðinn og leyfa sér að gráta eða hlæja (þess vegna að sjálfum sér) í gegnum myndina. Þegar maður ætlar að nota kvikmynd til að breyta andlegu ástandi sínu verður að velja myndina rétt og gæta þess að allar aðstæður séu góðar. Það þýðir ekkert að vera með fal- lega, rómantíska mynd í mynd- bandstækinu ef við hliðina á manni situr einhver sem fuss- ar og sveijar og stendur jafnvel upp í miðri mynd og gengur út með niðrandi ummælum. Þá er allt ónýtt. Það er betra að vera einn en að hafa einhvern nálægt sem ekki skilur eða kann að meta myndina. Best er samt auðvitað að hafa félagsskap af einhverjum sem er tilbúinn til að ræða myndina á eftir. Það er ábyggilega fátt holl- ara þeim sem eru í ástarsorg en að horfa á rómantíska mynd. Þar gefst tækifæri til að syrgja ástina sem er horfin, en þar er líka vonin upphafin, myndin gefur þér von um að ástin sé alltaf framundan. Það er líka gott að geta hleg- ið og gleymt sér við að horfa á mynd sem á ekkert skylt við þann raunveruleika sem mað- ur lifir í. Það er stundum alveg nauðsynlegt að hvíla hugann og njóta þess að vera víðsfjarri hversdagsleikanum með ein- hverjum sem getur notið þess með manni. Sagnahefðin í öllum menningarsamfélög- um hafa sögur verið leið mann- anna til að setja sig í breyttar kringumstæður í lífinu. Þær hafa verið notaðar til að kenna og auka skilning fólks og til að leiða fólk út úr erfiðleikum og vandræðum. Með þeim hefur maðurinn getað gert sér sinn eiginn ævintýraheim og búið til vinsamlega veröld. Á sögunum höfum við geta lært um það 18 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.