Vikan


Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 54

Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 54
Texti: Jóhanna Harðardóttir Lfifið Goðir skor Góðir gönguskór eru mikils virði. Það borgar sig svo sann- arlega að kaupa skó sem fara vel með fæturna og eru stöðugir í hálkunni þótt dýrir séu. Þegar þú velur skó ættirðu að vera í meðalþykkum sokkum, máta báða skóna og ganga þeim nokkra hringi í búðinni áður en þú kaupir þá. Kauptu aldrei skó sem meiða þig í þeirri von að þeir muni lag- ast með tímanum. Skórnir eiga að passa og vera þægilegir strax þótt reikna megi með að þeir mýkist eftir því sem lengur er gengið í þeim. Konur þurfa sér- staklega að gæta þess að skórnir haldi vel um ökklann, því ökkl- ar kvenna eru mun viðkvæmari en karla. Veldu þér skó sem auðvelt er að reima og best er að það séu krækjur en ekki göt fyrir reimarnar í nokkrum efstu festingunum til að flýta fyrir. Mundu svo að bera reglulega á gönguskóna þína. Með því móti geta þeir enst í áratug eða jafnvel áratugi! Sparikaffi með litilli fyrirhöfn Hver kannast ekki við að fá gesti sem stoppa stutt en eiga ekkert gott að bjóða þeim? Það er hægt að bjóða upp á smáveislu í hvelli ef maður er svo forsjáll að eiga nokkra bita af konfekti eða súkkulaði, góð- an líkjör og þreytirjóma í sprautu, en allt þetta má geyma lengi. Meðan þú ert að laga kaffið læturðu standa heitt vatn í sparibollunum til að hita þá. Þegar kaffið er tilbúið tæmirðu bollana og býrð til hátíðakaffi í hvern bolla fyrir sig: Helltu u.þ.b. matskeið af mjólk eða rjóma í hvern bolla, bættu einni matskeið af Tia Maria eða Bailey’s út í og helltu kaffinu yfir. Þvínæst sprautarðu þeytirjóma yfir og berð fram með konfekti eða súkkulaðibit- um ískál. Flott, gott ogfIjótlegt! Erfitt að vaknaP Kannski stafa erfiðleikarnir af því að þú ferð ekki nógu snemma að sofa. Rannsóknir hafa sýnt að fólk ætlar sér mun minni svefn en það þarfnast í raunogveru. Konur þurfa lengri svefn en karlar og það er algengt að þær þarfnist um 8 tíma ótruflaðs svefns á sólarhring. Margar konur þurfa að sofa svo- lítið lengur um helgartil að ná úr sér uppsafnaðri þreytu. Lífsstíllinn skiptir miklu máli þegar kemur að því að eiga auð- velt með að vakna. Til þess að geta vaknað vel þarftu að sofa rólega og vera úthvíld og hér eru nokkur góð ráð fyrir þær svefn- þungu: Þena skaltu ekki gera á kvölditi: • Borða þungar máltíðir seint því það hefur í för með sér of þungan svefn • Drekka kaffi og reykja því það veldur órólegum svefni • Neyta áfengis því svefninn verður ekki endurnærandi • Gera leikfimisæfingar þvf þær geta haft í för með sér óró- legan svefn • Nota svefnherbergið sem vinnustað • Vaka lengi fram eftir Þetta skaltu gera á kuöldíu: • Borða léttan mat og forðast sterkt krydd • Hlusta á þægilega tónlist • Fara út að ganga snemma kvölds ef þú þarfnast hreyf- ingar • Gera slökunaræfingar eða elskast fyrir svefninn ef þú ert undir álagi • Hafa snyrtilegt í svefnher- berginu • Fara alltaf á sama tfma í rúm- ið og ætla þér nægan svefn Ef þessi ráð duga þér ekki ættirðu að leitatil heimilislækn- isins þíns og fá úr því skorið hvort allt sé í lagi með líkama þinn áður en gripið er til róttæk- ari ráða til að lagfæra svefnvenj- ur þínar. Mundu að svefnlyf hjálpa ekki þeim sem eiga erfitt með að vakna nema ef morg- unþreytan stafar af því að við- komandi á erfitt með að sofna á kvöldin. ( þeim tilfellum er hægt að fá mjög vægar svefn- töflur (svokallaða „slökkvara”) sem ekki eru vanabindandi. 54 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.