Vikan


Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 7

Vikan - 24.10.2000, Blaðsíða 7
„Starf leiklistarráðunautar er af- skaplega fjölbreytt og viðamik- ið og kemur inn á marga þætti í starfsemi leikhússins. í starf- inu felst að vera listrænn ráðu- nautur Þjóðleikhússtjóra og jafnframt að vera til ráðgjafar fyrir leikstjóra og höfunda sem starfa við húsið. Ég vinn ýmsa fræðilega vinnu og sé meðal annars um leikskrárnar, ýmis- konar fræðslustarf á vegum leikhússinsogýmiserlend sam- skipti." Melkorka segir Þjóðleikhús- iðstarfa með langtímamarkmið að leiðarljósi. „Þjóðleikhúsið hefur skyldur að rækja að því leyti að f verkefnavali þess þarf að ríkja ákveðin fjölbreytni. Auk þess að bjóða áhorfendum upp á vandaðar og metnaðarfullar leiksýningar vinnur Þjóðleik- húsið mikið ræktunarstarf fyrir allt leikhúslistafólk, leikara, leikstjóra og höfunda. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri hefur til að mynda gefið fjöl- mörgu ungu fólki tækifæri, eins og ég og aðrir geta borið vitni Leíkstjórnin er skapandi Aðspurð hvort leikstjórinn þurfi ekki að vera hálfgerðursál- fræðingur kinkar Melkorka Tekla kolli og segir hann þurfa að hafa mannlegt innsæi, bæði til þess að skilja verkið sem hann eraðfástviðoggeta miðl- að því til áhorfenda. „Leik- stjórnarstarfið er mjög skap- andi, bæði það að túlka leik- verkið og vinna með leikurum, leikmyndahöfundi og öðrum sem að sýningunni koma. Það er mikið unnið með hugmyndir og tilfinningar, og svo reynslu listamannanna. Mér finnst skemmtilegast að glíma við leikrit sem geta vakið fólk til umhugsunar. Þaðgeta höfund- ar gert bæði með dramatík og kómík. Mér finnst mjög gaman þegar höfundar geta beitt kó- míkinni til þess að hreyfa við okkur en við megum heldur ekki vera hrædd við dramatíkina. Manneskjan er alltaf að glíma við tilfinningar, bæði ánægju- legar og erfiðar. Tilfinningar eru oft órökréttar og við komum kannski ekki alltaf orðum yfir þær en listin gefur okkur tæki- færi til þess að öðlast nýja sýn á þær," segir hún og fær sér sopa af vatni. Já, hamingjan Á næstunni mun Melkorka Tekla leikstýra frumuppfærslu á nýju íslensku leikriti sem nefn- ist Já, hamingjan og er eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Krist- ján Þórður hefur sent frá sér þrjár Ijóðabækur og er þetta hans annað leikrit, en hann vann fyrstu verðlaun í hádegis- leikritasamkeppni Leikfélags íslands í árslok 1998, með ein- þáttungnum Leitum að ungri stúlku sem var settur á svið í Iðnó á síðasta ári og hlaut mikl- ar vinsældir. Melkorka Tekla segir nýja leikritið, Já, hamingjan, vera bæði dramatískt og fyndið. „Það fjallar um tvo bræður sem höfundur lýsir sem skapheitum, viðkvæmum, bókelskum, greindum og mælskum," segir hún og hlær og bætir við að samt sé það ekki fjölskyldu- drama. „( leikritinu blandast saman gaman og alvara, húmor- inn er aldrei langt undan þótt verið sé að fást við stórar og mikilvægar spurningar. f verk- inu kemur höfundur inn á ólík- ar hugmyndir fólks um sam- skipti og ástarsambönd. Á viss- an hátt má segja að leikritið snúist um baráttu manneskj- unnar við að hafa stjórn á Iffi sínu og tilfinningum." Aðspurð kveðst hún hlakka mikið til að leikstýra þessu verki. „Ég held að þetta verði mjög áhugaverð glíma því í verkinu er svo margt sem mér finnst spennandi að takast á við í leiklist. Leikritið býður upp á skemmtilegan skapgerðarleik og það verður gaman að vinna með kómíkina í því. Auk þess býður leikritið upp á margvíslegar vangavelt- ur og heilabrot sem mér finnst eiga erindi við samtímann," segir Melkorka Tekla. f hlutverkum bræðranna verða þeir Pálmi Gestsson og Baldur Trausti Hreinsson. „Ég hef aldrei unnið með þeim áður en þetta eru leikarar sem hafa mikið til brunns að bera og ég hlakka til að vinna með þeirn." Melkorka segir leyndardómsfull á svip að fléttan í leikritinu sé „Um tíma fannst mörgu leikhús- fólki nauósynlegt að leikhúsið væri pólitískt, að það væri gagnrýnið á stjórnvöld og það sem væri að ger- ast útij samfé- laginu. Ég held að leikhúsið geti haft mjög mikil áhrif þótt það sé ekki endilega að takast á við póli- tísk dægurmál. Það getur haft áhrif á samfélag- ið með því að hafa áhrif á hugs- unarhátt fólks, hvernig fólk horf- ir á lífið og metur líf sitt og ann- arra.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.