Menntamál - 01.09.1941, Síða 3

Menntamál - 01.09.1941, Síða 3
Menntamál XIV. ár. Júlí—September 1941 Páll Halldórsson: Hngleiðingar um íslenzka tÓlllÍNt íslenzk tónlist hefir auðgazt mjög á siðustu timum. Á tónlistarsviðinu, eins og fleiri sviðum hefir orðið bylting og mikilvæg þróun. Mörg sönglög og ýmiskonar tónlist hefir komið fram á sjónarsviðið, eða borið fyrir eyru. Því hefir stundum verið haldið fram, að þessi tónlist sé ekki þjóðleg. Þjóðlega tónlistin er þá rímnalög, tví- söngslög og gömlu sálmalögin — grallaralögin. Nýrri söng- lögin eru aftur á móti afsprengi danskrar stefnu eða þýzkr- ar stefnu, sem uppi var um miðja 19. öldina. Þau eru rómantísk, eða nánar til tekið síð-rómantísk. Það er bara ekki tekið með í reikninginn, að rómantík getur verið þjóðleg. Eða hvað segið þið um skáldin? Hvað segja menn um Bjarna og Jónas? Fyrstu rómantisku skáldin. Eru kvæðin þeirra óþjóðleg? Enginn held ég að vilji halda því fram í alvöru. Eða öll skáldin, sem hafa ort í sama eða svipuðum anda. Eru öll kvæðin, sem ort hafa verið í þeim anda, allt fram á þennan dag, óþjóðleg? Nei. Ég hefi stundum verið að hugleiða það, hvort það væri nú svo, að þessi tónlist okkar væri óþjóðleg. Það er sjálf- sagt rétt, að mörg af sönglögum okkar eiga lítið skylt við rímnalögin, grallarasönginn og tvísöngslögin. Og víst er um það, að einmitt í þjóölögunum er fólginn efniviður, sem kunnáttumenn á sviði tónlistar geta smíðað úr dýr- indis listræna þjóðlega gripi. En mér virðist það eðlilegt, 4

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.