Menntamál - 01.09.1941, Side 9
MENNTAMÁL
55
„Nú sé ég og faðma þig, syngjandi vor.“ Það er vorkliður
í þessari ljóðlínu:
--y-. P m •
r
rm" p
. 1 . < 9 m “1
^ -0-
og er hann ekki íslenzkur? Dálítið unggæðingslegt, eins og
kvæðið: „Nú kem ég sem fljúgandi langt út í ljósið og
daginn“.
Bæði þessi kvæði eru eftir Þorstein Erlingsson. Það
virðist, sem Jónas hafi tekið nokkru ástfóstri við kvæði
Þorsteins Erlingssonar, likt og Sigv. S. Kaldalóns við kvæði
Gríms Thomsens . (sbr. lögin „Á Sprengisandi", „Heimir“,
„í Svanahlíð", „Huldur," „Klukknahljóð" o. fl. eftir S. S. K.)
Jónas hefir ennfremur samið lag við „Hreiðrið mitt“,
eftir Þ. E. Geðþekkt lag.
Það hafa nú upp á síðkastið heyrzt raddir um það, að
við misnotuðum þjóðsöngva sumra annarra þjóða. Víst
er þetta rétt. Það tíðkaðist sem sé hér áður fyrr, meðan
við vorum enn fátækir af lögum, að setja kvæði almenns
efnis við útlenda þjóðsöngva. Ég ætla ekki að gera þetta
að umtalsefni hér, hvorki af hverju þetta stafar, né hve
óviðeigandi það er. En hitt vildi ég gjarnan benda á, að
það er verkefni fyrir íslenzk tónskáld, að semja lög við
íslenzk kvæði, sem sungin eru með útlendum lögum. Ekki svo
að skilja, að það eitt sé nægjanlegt tilefni til að semja
lag við kvæði, að það hefir áður verið sungið með útlendu
lagi. Tónlistin er alþjóðleg list. Útlent lag og íslenzkt
kvæði geta orðið svo samtvinnuð i hugum vorum, að naum-
ast megi sundur skilja. Og sumum hefir stundum orðið
hált á því, að yrkja upp húsgangana.
í sambandi við þetta kemur mér í hug lagið „Heyrið
vella á heiðum hveri.“ Við syngjum það með finnska þjóð-
söngslaginu. Kvæðið er eftir Grím Thomsen. Það er eigin-
lega hvorki frumsamið né þýtt. Helzt er hægt að segja,