Menntamál - 01.09.1941, Page 11

Menntamál - 01.09.1941, Page 11
MENNTAMÁL 57 an sumardag“ — segir skáldið. „Þar kemur eigi nótt á sumar" — segir i fornum ritum. — Og okkur finnst við heyra hinar dularfullu raddir, þegar haustar að. Og vet- urinn íslenzka þekkjum við öll. Eftir þessa stuttu lýsingu kemur svo sjálf frásagan í örstuttu máli: „Menn segja’, að fordæmd flakki sál, sem firrist vítis kvöl og bál á Finnafjallsins auðn.“ Það er þjóðtrúin, sem hér er endurspegluð á meistara- legan hátt. Þetta kvæði hlýtur að vera tilvalið yrkisefni fyrir íslenzk tónskáld, enda hafa a. m. k. tveir menn ís- lenzkir spreytt sig á því. Ég ætla nú ekki að draga allar ályktanir sjálfur, en í þess stað að biðja þá, sem kynnu að lesa þetta, ef nokkrir yrðu til þess, að ná sér í safn Björgvins Guðmundssonar „Tónhendur“, II. hefti, og at- huga, hvernig hann túlkar þessa ömurlegu stemmningu með moll-hljómum sínum. Hvað virðist yður? Ég hefi tekið dæmi úr smærri verkum Björgvins Guð- mundssonar, af því að þau þekkja flestir. En gaman væri að athuga stærri verk hans, því að það gefur þeim stórum aukið gildi, ef þau hafa á sér einkenni ættlands síns og þjóðar, um leið og þau hafa á sér aðalsmerki alþjóðlegrar tónlistar. Eitt er það lag, sem ég vil nú nefna. Allir íslendingar kunna það lag. Það er „í birkilaut hvíldi ég bakkanum á“, eftir ísólf Pálsson. Kvæðið er ekkert sérstaklega þjóðlegt, sagan gæti alls staðar gerzt; fyrirsögnin jafnvel ekki heldur. „Draumur hjarðsveinsins" heitir það. „Hjarð- sveinn“, hér eru áhrif frá útlendu máli: „Hitrenknabe". Smali, segjum við á íslenzku. En sagan er skemmtileg til frásagnar og vel sögð. Enda er þessi söngur með þeim vin- sælustu, sem við eigum. En hvort mundi nú vera vin- sælla, lagiö eða kvæðið. Mér liggur við að spyrja: Hve

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.