Menntamál - 01.09.1941, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.09.1941, Blaðsíða 15
MENNTAMÁL 61 nú í yfir 30 ár verið forystumaður í söngmálefnum Hafn- arfjarðar, kirkjuorganisti og söngkennari við Barnaskól- ann og í mörg ár við Flensborgarskólann. Hann stofnaði karlakórinn „Þrestir“ og stjórnaði honum lengi vel. Hann gaf út söngmálablaðið „Heimir" með Sigfúsi Einarssyni. Eftir Friðrik hafa komið út þessi hefti: Sex sönglög 1915, Tólf sönglög 1922, Skólasöngvar 1926, Tíu karlakórslög 1938, Tuttugu og fjögur sönglög 1939. Auk þess gaf hann út safn af karlakórslögum 1912 (Tíu sönglög). Hann hefir gefið út fjölda skólasöngbóka, ýmist einn eða í samvinnu með öðrum. Sigvaldi S. Kaldalóns er fæddur í Reykjavík. Hann er af merku fólki kominn. — Sigvaldi var settur til mennta og lagði hann stund á læknisfræði. Hann varð ungur læknir að Ár- múla við ísafjarðardjúp, en varð að láta af læknis- störfum um hríð sökum heilsubrests. Síðan varð hann læknir í Flatey, en nú er hann læknir í Grindavík, — Sigvaldi er gæddur rikum tónskálds- gáfum. En á æskuárum hans var það fátítt, að menn gætu búið sig undir að helga tónlistinni alla krafta sína. Hann hefir því orðið að láta sér nægja með að helga henni tómstundir sínar. Hann lærði ungur að leika á hljóðfæri, en það mun hafa verið á Ármúla, sem hann fór fyrst að semja lög fyrir alvöru. Þar undi hann vel hag sínum, og þar urðu til mörg af

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.