Menntamál - 01.09.1941, Síða 16
62
MENNTAMÁL
hans vinsælustu lögum, en e. t. v. er Sigvaldi vinsælastur
allra islenzkra tónskálda. Flest lög hans eru fyrir eina
rödd með undirspili. Þessi sönglagasöfn hafa komið út
eftir hann: Sjö sönglög, Þrjú sönglög, Tíu sönglög (Heimir),
Fimm sönglög, Ljúflingar (12 lög), Fimm sönglög fyrir
blandaðan kór, Sex söngvar. En auk þess fjöldi sérprent-
aðra laga og nokkur lög á víð og dreif í blöðum og tímaritum.
Jónas Tómasson er Þing-
eyingur að ætt. Hann lærði
orgelspil og söngfræði hjá
Sigfúsi Einarssyni. Hann
hefir í mörg ár rekið stóra
bókaverzlun á ísafirði, en
jafnframt hefir hann verið
forystumaður ísfirðinga í
söngmálefnum. Þar hefir
hann verið kirkjuorganisti
og haldið uppi ágætum
kirkjusöng. Um mörg ár
kenndi hann söng við
barnaskólann, en nú kenn-
ir hann við gagnfræðaskól-
ann þar. Jónas hefir staðið
fyrir ýmsum kórum á ísa-
firði. — Hann stjórnaði Karlakór ísafjarðar í mörg ár, en
hefir nú látið af því fyrir skemmstu, en enn stjórnar hann
Sunnu-kórnum, sem er ágætur blandaður kór.
Nokkuð hefir Jónas fengizt við tónsmíðar. Stærsta verk
hans er „Strengleikar" (kvæðin eftir Guðm. Guðmunds-
son) en aðeins fá lög úr „Strengleikum" hafa birzt á prenti.
En auk þess hafa birzt eftir hann „Kirkjusöngvar“, þrjú
sálmalög (erí fleiri sálmalög hefir hann samið, og munu
þau birtast bráðlega), „íslandsfáni“, fyrir blandaðan kór
með píanó-undirleik, og nokkur lög á víð og dreif.
/