Menntamál - 01.09.1941, Page 17
MENNTAMÁL
63
Björgvin Guðmundsson
er Vopnfirðingur að ætt.
Ungur fór hann til Amer-
íku og brauzt þar áfram af
eigin rammleik, unz hann
hafði vakið svo mikla at-
hygli á sér vestra, fyrir
tónsmíðar sínar, að ís-
lendingar þar í landi
styrktu hann til náms á
hinum konunglega tón-
listarskóla i London. Þar
lauk hann prófi með lof-
samlegum vitnisburði. Að
loknu námi tók hann öfl-
ugan þátt í tónlistarlífi
Björgvin Guðmundsson Vestur-íslendinga. Árið
1931 fluttist hann heim til
íslands og hefir verið söngkennari við skólana á Akureyri
síðan. Hann stofnaði Kantötukór Akureyrar og stjórnar
honum. Það er nú fjöldi tónsmíða, sem liggur eftir Björgvin
Guðmundsson. Auk nokkurra sérprentaðra, laga, hafa kom-
ið út eftir hann 3 hefti af safninu „Tónhendur“, alþing-
ishátíðarkantatan „íslands þúsund ár“, helgikantatan „Til
komi þitt ríki“ o. fl. En margt af verkum hans er í hand-
riti, þ. á m. ýms stórverk („Strengleikar“ o. fl.). Og svo
hefir Björgvin lagt undir sig ný listasvið með „Skrúðsbónd-
anum“, leikriti, sem hann hefir samið, og þá að sjálfsögðu
lögin, sem sungin eru í því. Leikrit þetta var sýnt á Akur-
eyri í vetur við góðar undirtektir.
Það eru ekki tök á að rita hér ítarlega um hinn þjóð-
kunna merkismann, ísólf Pálsson. Þeir sem þekktu hann
bezt, bregða við mannkostum hans og ljúfmennsku. En
allur almenningur þekkti hann bezt af tónverkum hans.