Menntamál - 01.09.1941, Page 18

Menntamál - 01.09.1941, Page 18
64 MENNTAMÁL Þó var honum margt fleira til lista lagt, því að hann var hagur mjög og hugvitsmaður mikill. ísólfur var í mörg ár organisti á Stokks- eyri. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur lagði hann stund á hljóðfærasmíði og hljóðfæravið- gerðir. Hann samdi mörg sönglög. Fyrir nokkrum árum gaf Jón bróð- ir hans út fyrsta hefti af sönglög- um hans: Fjóla I. hefti. Vonandi kemur framhaldið áður en langt um líður. Þetta eru aðeins hugleiðingar. Ég játa, að sum af þeim lögum, sem ég hefi tekið til dæmis, eru ólík þjóðlögunum okkar. Ég játa líka, að þjóðlögin eru sú náma, sú upp- spretta, sem tónskáld komandi kynslóða hljóta að ausa af. En sé nú íslenzkt lag samið við íslenzkt ættjarðar- kvæði svo samtengt kvæðinu, að tæplega veröi sundur greint, þá held ég því til streitu, að lagið hljóti að vera eitthvað þjóðlegt, hvaða stefnu, sem það annars kann að vera flokkað undir. Og þjóðlegar eru „raddir náttúrunnar“. Skáldlega talar Sigvaldi Kaldalóns um þetta, er hann segir: „Ég elska fuglalífið í náttúru okkar og margar unaðs- stundir hefir það veitt mér. Sú voldugasta hljómkviða, sem ég hefi nokkurntíma hlustað á, var, er ég lá í fjár- húskofanum í Arnarbæli í Ölfusi í kvöldblíðunni — og heyrði fyrst einstakt kvak lómsins á Ölfusá, sem jókst svo þang- að til kváðu við ómar frá hundruðum og aftur hundruð- um þessara fugla. Slíkar sögur hefi ég að segja frá svön- unum og æðarfuglinum. Þið ættuð að koma út í eyjar á vorin, þar sem mikið er af æðarfugli og hlusta í lognblíðu að morgni, þegar sjór er spegilsléttur og sól er komin upp

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.