Menntamál - 01.09.1941, Síða 21
MENNTAMÁL
67
hitt nær 50 ár; þykir okk-
ur því hlýða, að barna-
skóli Stykkishólms einn
njóti bókasafnsins.
Stykkishólmi, 6. sept. 1940
Ásgerður Arnfinnsdóttir.
Ágúst Þórarinsson.“
Þannig er það tryggt, að
þetta ágæta bókasafn
mun ekki tvístrast, heldur
verður varðveitt í þeirri
stofnun, þar sem börnin
fá að njóta þess um ó-
komin ár og aldir.
Engum, sem þekkir þau
hjón, þarf að koma það á
óvart, að þau sýna Stykk-
ishólmi rausn sina og
tryggð með þessum hætti,
því að rausn og tryggð hefur einkennt heimili þeirra
í hálfa öld, og ótalmargir notið, en einkum þó Stykkis-
hólmsbúar. Frá ástúð, glaðværð og gestrisni heimilis þeirra
hefur lagt birtu og yl til gamalla og ungra. Þetta hafa
Stykkishólmsbúar einnig kunnað að meta, og þau hjón notið
almennra vinsælda og virðingar sökum mannkosta sinna
og góðra verka. Það kom einnig glöggt í ljós á gullbrúð-
kaupsdegi þeirra. Sendu bæjarbúar þeim þá þetta ávarp:
„Gullbrúðhjónin
Ásgerður Arnfinnsdóttir og Ágúst Þórarinsson.
Á þessum merkisdegi í lífi ykkar þykir oss hlýða að senda
ykkur vorar innilegustu árnaðaróskir og vinarkveðjur. Þið
hafið nú um hálfrar aldar skeið dvalið í þessu kauptúni.
Allan þennan tíma hefur heimili ykkar verið til fyrir-