Menntamál - 01.09.1941, Qupperneq 23

Menntamál - 01.09.1941, Qupperneq 23
MENNTAMÁL 69 SKIPULAGSSKRÁ fyrir barnaskólasjóð Ágústs Þórarinssonar og Ásgerðar Arnfinnsdóttur. 1. gr. Sjóðurinn er stofnaður 6. september 1940 á gull- brúðkaupsdegi Ágústs Þórarinssonar kaupmanns í Stykkis- hólmi og frú Ásgerðar Arnfinnsdóttur með gjöfum frá Stykkishólmsbúum. Stofnfé sjóðsins er 1020 krónur. 2. gr. Sjóðinn skal ávaxta í Sparisjóði Stykkishólms, og leggja jafnan við hann % hluta ársvaxta, en höfuðstólinn má aldrei skerða. 3. gr. Þremur fjórðu hlutum ársvaxtanna skal verja til þess að viðhalda bókasafni því, er gullbrúðhjónin ánöfnuðu barnaskóla Stykkishólms eftir sinn dag, svo og til þess að auka það. Framkvæmdir allar hér að lútandi hefur skólanefnd Stykkishólms á hendi. 4. gr. Þegar sjóðurinn er orðinn að upphæð 5000 krónur, má verja y3 hluta þeirra vaxta, er til úthlutunar koma, til verðlauna námfúsum og siðprúðum nemendum, að dómi kennara skólans og skólanefndar, þó aldrei fleirum en 2 á ári. Skólanefnd úthlutar. 5. gr. Leita skal staðfestingar konungs á skipulagsskrá þessari. Tíminn einn getur leitt það í ljós, hversu vel þessi fallega gjöf mun vaxtast, hve mörgum börnum hún verður til blessunar og þroska, og hvernig það á eftir að birtast i lífi þeirra og starfi fyrir land og þjóð. En svo mikið er þó víst, að þeir vextir eru enn betri en af hringnum Draupni, sem átta hringar drupu af jafnhöfgir níundu hverja nótt, og með þessu er gefin öðrum fyrirmynd og bending um það, að ekkert sé jafnmikil trygging þjóðargiftu eins og það, sem gjört er af skilningi og kærleikshug fyrir börnin. Þess er óskandi, að dæmi þeirra hjónanna í Stykkishólmi verði mörgum öðrum til eftirbreytni.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.