Menntamál - 01.09.1941, Page 24

Menntamál - 01.09.1941, Page 24
70 MENNTAMÁL Arsœll Slgurdsson: Málfar á barnabóknm Hin síðustu ár hefur komið í, Ijós, sérstak- lega í bæjum og kaup- túnum, að allstór hóp- ur íslenzkrar æsku er ískyggilega vankunn- andi um notkun dag- legs máls. Börnin ráða yfir mjög takmörkuðum orðaforða, þau beygja orðin rangt og nota ým- is orðskrípi, sem orðin eru landlæg í bæjun- um og farin að breið- ast út um sveitirnar. Ýmsir þeirra manna, sem annt er um varð- veizlu íslenzkrar tungu, hafa í útvarpi, blöðum og tímarit- um bent á þá hættu, sem hér steðjar að máli voru. Ekki verður þess dulizt, að sú hætta eykst þó að miklum mun, þegar þess er gætt, að áhrif erlends heimsmáls flæða nú yf- ir héruð, þar sem íslenzk tunga á að ráða ríkjum.Og við vit- um ekki hvernig umhorfs kann að veröa á þeim vettvangi, áður en lýkur, ef ekkert er að gert. Allir þeir, sem unna frelsi og íslenzku máli, munu líka vera sammála um það, að hér dugi ekki að standa hjá og hafast ekki að. — Margt er hér þó erfiðara viðfangs en ýmsum kann að virðast við fyrstu sýn. L Ársœll Sigurðsson

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.