Menntamál - 01.09.1941, Side 26

Menntamál - 01.09.1941, Side 26
72 MENNTAMÁL fullu, á meðan einstaklingnum endist líf og andleg heil- brigði. En víkjum nú að því, hvernig börnin afla sér orðaforð- ans. Þar er ekki um margar leiðir að ræða. Þau læra málið af umhverfinu, þar sem þau dveljast á hverjum tíma, við leiki, nám eða störf í daglegu lífi, svo og af lestri ýmissa bóka, þegar þau hafa lært að lesa. Sjálf blása þau jafn- óðum lífi í þennan orðaforða, klæða hugsanir sínar og hugmyndir í orð og setningar, en að meira eða minna leyti eftir þeim fyrirmyndum, sem umhverfið og bækurnar hafa lagt þeim til. Ég hygg, að af því sem sagt hefur verið hér að framan, sé öllum ljóst, hversu veigamikinn þátt heimilin eiga í málþroska barnanna. Og haldi einhverjir því fram, að skólarnir hafi létt þessu starfi af heimilunum, þá er það fullkominn misskilningur. Undirstöðukennslan í móður- málinu fer raunverulega fram og hlýtur fram að fara á heimilunum og í umhverfi þeirra. Þar læra börnin fyrstu orðin, framburð þeirra, beygingar og notkun. Hitt er jafn augljóst, að hlutverk skólanna er að halda þessu mikils- verða starfi heimilanna áfram, auka við það og lagfæra, og vita kunnugir, að þar er nóg verkefni fyrir höndum. Þá koma ýmis ný atriði til greina, svo sem skrift og rétt- ritun, sem krefjast mikils tíma og starfs, ef vel á að vera. Við verðum að gera okkur fulla grein fyrir því, að van- máttur eða vanræksla annars hvors aðilans eða beggja í þessum efnum getur skapað illa talandi og lítt skrifandi æsku, og getur hver, sem vill, reiknað það dæmi áfram. Þegar þessa er gætt, verður sú nauðsyn enn augljósari, að náin og gagnkvæm samvinna sé á milli heimila og skóla í þessum sökum. Órökstuddar ásakanir eða getgátur í garð annars hvors aðila koma hér að engu liði. Við verðum að gera okkur vel ljóst, hvernig ástatt er, og hefjast síðan handa með sameinuðum átökum. Hér er mikið og vandasamt verkefni, sem bíður úr-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.