Menntamál - 01.09.1941, Síða 28
74
MENNTAMÁL
mál á öllu er blað hans flutti. Árið 1910 var sagan svo gefin
út sérprentuð, og mun sú bók hafa orðið mörgum til
skemmtunar á löngum vetrarkvöldum, á meðan sá siður
hélzt, að sögur væru lesnar upphátt fyrir heimafólk, er það
sat að vinnu sinni, þótt efni sögunnar væri ekki háfleygur
skáldskapur. Hér birtist sagan í nýrri þýðingu, allmjög
styttri, og er hún sýnilega ætluð börnum til skemmtilestr-
ar í tómstundum. En mjög hefir skipt hér um til hins
verra um málið á sögunni. Þetta er riddarasaga í fornum
stíl, og er söguefnið mjög heillandi fyrir drengi á ákveðn-
um þroskaaldri, enda hefi ég orðið þess var, að þeir sækj-
ast eftir að lesa hana. Ekki sézt á titilblaði hennar, hvaða
ár hún er gefin út, en mér er sagt, að hún sé ekki eldri en
1—2 ára. Þýðandinn er svo hæverskur að láta nafn síns
ekki getið, en neðst á tililblaðinu stendur nafn útgáfufyrir-
tækist hér í bænum, sem m. a. hefur gefið út nokkrar barna-
bækur. Ytri frágangur bókarinnar er þokkalegur. Þar er
mynd á hverri blaðsíðu og nær yfir hálfa síðu hver. Letr-
ið er þó of smátt fyrir börn og því óþægilegt aflestrar.
Ekki veit ég, úr hvaða máli bókin er þýdd, en af setninga-
skipan, röð orða í setningum og einstökum orðum má
ætla, að þýtt sé úr dönsku. Allhörð átök hafa sýnilega orð-
ið milli íslenzkunnar og hinnar erlendu tungu um penna
þýðandans, og veitir þar ýmsum betur. Er þar skemmst af
að segja, að málið á bókinni er fram úr hófi lélegt. Minnir
það einna helzt á, hvernig margir unglingar þýða lexíur
sínar í námsbókum í erlendum málum, er þeir búa sig und-
ir kennslustund. Frásögn er víða ruglingsleg og óljós, orða-
val smekklaust, beygingar margra orða alrangar og setn-
ingaskipan víða óíslenzk og afkáraleg. Þar við bætist svo,
að prófarkalestur er fyrir neðan allar hellur. Verður þvl
oft eigi séð, hvort heldur er um raunverulegar prentvillur
að ræða eða hið ómálga orðfæri þýðandans.
Skal nú í stuttu máli finna þessum ummælum stað með
tilvitnunum, sem teknar eru úr lesmáli bókarinnar. Þar er