Menntamál - 01.09.1941, Síða 31
MENNTAMÁL
77
ur reynt sér til gamans að skapa sér ljósa mynd af mann-
veru þessari eftir lýsingunni. í eldri þýðingunni, sem getið
var hér að framan, er lýsingin þannig: „Hann reyndi ým-
ist að bera sig drembilega eða þá að sýna, að hann liti á
þetta sem lítilsverðan gamanleik, en gat samt ekki dulið
óttann.“ Engum blandast hugur um, hvað átt er hér við,
og orðalagið er eitthvað viðkunnanlegra.
Hafa nú verið tekin nokkur sýnishorn af málinu á bók
þessari, en mikið skortir á, að öll kurl séu komin til grafar.
Víða er farið rangt með kyn orða, og skulu hér tilfærð
nokkur dæmi:
„Þeir voru rétt komnir yfir lækinn með nokkrum af
fylgdarliðinu.“ Hér á að standa nokkru af fylgdarliðinu eða
nokkrum úr fylgdarliðinu. — „Engu að síður var hið
hrausta fífl í miklum vafa um, eftir að hann rar slopp-
inn, hvort hann ætti ekki að snúa við og láta taka sig
fastan." Hann á við fífl og getur ekki staðið svo, þótt eðlis-
kynið sé rétt. — „Stingdu gat á vintunnuna og settu bezta
mjöðið . .. . á borðið.“ Karlkynsorðið mjöður er hér haft í
hvorugkyni, og mun það vera áður óþekkt fyrirbrigði. —
„.... þegar umsáturin um kastalan var hafin ....“
Orðið umsát er kvk. orð og verður með greini umsátin. Það
er einnig til í hvk. umsát og umsátur. Hér er því kvk.
greini skeytt aftan við hvk. orð. Á öðrum stað í bókinni er
þetta sama orð haft i kk. „. .. . í umsátrinum um kastal-
ann.“ Hallast hér ekki á um samræmi og kunnáttu.
Miklu fleira er af svipuðum ambögum víðs vegar í bók-
inni, og skal hér að lokum fáeinum dæmum bætt við:
Aðalsmennirnir hvorki jóku né juku herafla sinn, þeir
uku hann. Riddarinn sýnir ekki fimi eða fimleik heldur
fimni og það oítar en einu sinni. Hann verður ekki afar-
reiður eða ofsareiður heldur æfarreiður og frá sér numinn
af reiði. Og þegar hann býst til varnar gegn fjandmönnum
sínum, þá dregur hann ekki sverð sitt úr slíðrum, nei,
hann aðeins dregur sverð sitt. Hann verður ekki hrifinn af