Menntamál - 01.09.1941, Síða 33
MENNTAMÁL
79
fyrir, að þau læri ambögur og málleysur ýmiss konar af
bókum, sem þann veg eru gerðar. Og ekki bætir það úr
skák, að mál á þeim bókum er venjulega líflaust og innan-
tómt og gersneytt þeirri stílfimi og þeim létta leik við
orð og hugsun, sem megnar að gæða málið iðandi lífi. Þar
er þvi fárra góðra fyrirmynda að vænta. Og ef margar
slíkar bækur eru í umferð meðal barna landsins i hundruð-
um eða þúsundum eintaka, mega allir sjá, að hér er al-
varleg hætta á ferðum. Sú hætta vex þó að miklum mun,
þegar þess er gætt, að einmitt á þessu aldursskeiði eru þau
sem óðast að heyja sér orðaforða, og það með svo miklum
hraða, að hann næstum þrefaldast frá 8 ára aldri til 14
ára aldurs, ef dæmt er eftir rannsóknum Termans. En það
er óhugsandi, að börnin geti teygað hreint og ómengað
mál af svo gruggugum lindum. Hér getur ekki svo staðið
til lengdar. Þennan straum málskemmda verður að
stemma að upptökum. Það er líka sá þáttur málverndar,
sem við getum ráðið yfir. Foreldrar og aðrir aðstandendur
barnanna hljóta að gera þá sanngirniskröfu, að hér verði
bót á ráðin. Og það er skylda allra, sem hlut eiga að máli,
að sýna fullan þegnskap í þessum sökum og bregðast hér
vel Við og drengilega.
Flutt i Ríkisútvarpið 27. marz 1941.