Menntamál - 01.09.1941, Side 34

Menntamál - 01.09.1941, Side 34
80 MENNTAMÁL Frii Helga JóiiMlótlir Jlokknr uiinniugarot’d HaustiÖ 1935 kom ég í fyrsta sinn aö Eiðum. Það var um kvöld. Skólinn var þá enn eigi raflýstur. En bjartara hefir ekki veriö yfir öðrum stað, svo að ég muni, í svartamyrkri októberkvölds. Ég hafði fengið harðviðri á sjónum úti fyrir Sléttu og Langanesi, mótbyr og misvindi bæði á láði og legi. Ferðavolkið hafði farið illa með mig, og ég þráði yl og ljós. Skólastjórahjónin tóku á móti mér á tröppunum og leiddu mig inn. Ég hefi aldrei, hvorki áður né síðar, mætt annarri eins alúð hjá vandalausu fólki. Mér fannst ég vera kominn heim á hátíðisstundu. Allt innan stokks var hreint, fágað og frítt. Yfir heimili hjónanna sveif andi samúðar og ofur- mannlegrar tignar. Mér hafði verið sagt margt gott um Jakob Kristinsson og flaug strax í hug: Hann hefur sett svip skapgerðar sinnar á heimili sitt. En ég hafði ekki dvalið lengi á Eiðum, þegar ég komst að raun um, að sálarfegurð innan veggja skólans var aðal stofnunarinnar og að þetta var alveg eins mikið frú Helgu að þakka og skólastjóranum sjálfum. Eftir þetta naut Eiðaskóli forsjár þeirra hjóna í þrjá vetur. Þrjá vetur og meira þó, átti ég þeirri gæfu að fagna að kynnast frú Helgu og búa undir sama þaki og hún. Ég dáðist aö mannkostum hennar, sanngirni og drenglund. í tíu ár hafa þau Jakob Kristinsson og kona hans veitt Eiðaskóla forstöðu. Allir vita, að skólanum var happ miklð að starfi séra Jakobs. En hitt er ekki öllum jafnljóst, hvílíka hlutdeild frú Helga átti í því með manni sínum að auka veg skólans og ágæti. Ég hygg, að áhrif hennar, fórnfýsi og ósérplægni sé enn eigi metið að verðleikum. Vissulega var hún til fyrirmyndar um flesta hluti. Aldrei hvikaði hún frá stundvísi og reglusemi í einu né neinu. Fyrir henni

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.