Menntamál - 01.09.1941, Page 37
MENNTAMÁL
83
Orðstlr þinn lifir lengi meðal manna.
Mynd þin er greypt í hjörtu vina þinna.
Fyrirmynd varstu fögur hverjum svanna,
framsœkni og mennt, er. göfgi vildi sinna.
Háttprúð og sönn þú frœðin kenndir fögur;
flytja má hínum ungu slíka sögu.
Guðirnir ekki gátu misst þig lengur,
gott er nú hreinni sál hjá þeim að búa.
Þó að í brjósti bœrist harma strengur,
bezt er í sorg á œðri mátt að trúa.
Þakka skal Drottni þína alla daga,
það var svo stutt — en fögur cefisaga.
HaHgríiimr Jónsson
Hallgrímur Jónsson lætur nú af
skólastjórastörfum við Miðbæjarskól-
ann í Reykjavík. Hann er nú 66 ára
að aldri, fæddur að Óspakseyri við
Bitrufjörð 24. júní 1875. Ungur að
aldri fór Hallgrímur í Flensborgar-
skólann, og stundaði þar nám í 3 vet-
ur. Sigldi síðan til Kaupmannahafnar
og las sálarfræði og uppeldisfræði við
kennaraháskólann þar. Árið 1904 kom
Hallgrímur að barnaskóla Reykjavík-
ur sem kennari, en hafði áður kennt eitt ár á Álftanesi.
Hefur hann síðan starfað óslitið í 37 ár við Miðbæjarskól-
skólann. Árið 1930 var hann settur yfirkennari og 1936,
eftir fráfall Sigurðar Jónssonar, settur skólastjóri.
Hallgrímur Jónsson er einn af beztu og merkustu mönn-
um kennarastéttarinnar. Hann hefur verið dugandi skóla-
Hallgrimur Jónsson