Menntamál - 01.09.1941, Síða 44
90
MENNTAMÁL
Dr. Símon Jóh. Ágústsson
flutti 12 erindi um uppeldismál í útvarpið í vetur. Voru erindin
flutt að tilhlutun fræðslumálastjórnarinnar.
Verðhækkun
á pappír og prentvinnu er gífurleg frá stríðsbyrjun. Útgáfukostnaður
allra blaða og tímarita hefur því stóraukizt. Er heitið á unnendur
Menntamála að afla ritinu nýrra kaupenda, bæði innan stéttarinnar
og utan hennar. Árgjald Menntamála er mjög lágt, aðeins fimm krónur,
og mun ekki hækka að svo stöddu. Það ætti að vera mögulegt að auka
útbreiðslu ritsins, og væri vel, ef hver kennari sendi einn nýjan
áskrifanda. Ekki er til mikils mælzt. Gaman verður að sjá, hverjir
fyrstir bregða við og sinna þessari hógværu málaleitun.
Barnadagurinn í Reykjavík.
Sumardagurinn fyrsti hefir mörg undanfarin ár verið helgaður
börnunum, svo sem kunnugt er. Fjársöfnun hefir farið fram þann dag
til styrktar félögum, sem hlynna að börnum. í Reykjavk hefir Barna-
vinafélagið Sumargjöf haft forystu í hátíð dagsins, með aðstoð skóla
og kennara. Skrúðgöngur barna undir fánum, með hljómsveit i broddi
fylkingar, hafa sett svip á bæjarbraginn þennan dag. Þúsundum
saman hafa þau streymt áfram eins og móða, sem bakkafyllir farveg
sinn. Það hefir verið eins konar sýning á börnum höfuðstaðarins
þennan dag. Margur fullorðinn hefir hrifizt með og hugleitt mál barn-
anna. í ár voru hátíðahöldin með daufari blæ en fyrr. Skrúðgöngur
barna og útisamkomur voru bannaðar, sökum hernámsins og yfirgnæf-
andi árásarhættu, að sagt var. Innisamkomur voru leyfðar. Um sömu
mundir fréttist, að leyfðir mundu vera knattspyrnukappleikir á íþrótta-
vellinum, enda hafa margir slíkir kappleikir verið haldnir, þegar þetta
er ritað, að viðstöddum mörg þúsund áhorfendum. Geta útvarpshlust-
endur fylgzt með, þegar knattspyrnufélögin auglýsa í útvarpinu leiki
sína og egna mjög til sóknar. Skipulagið og aðgæzlan virðist nokkuð
af handahófi í þessum efnum.
Borgarbörn í sveit.
Sumardvalarnefnd, sem skipuð var af ríkisstjórn og Rauða Krossi
íslands, hefir starfað að því að útvega börnum og mæðrum úr stærstu
bæjum landsins dvalarstaði í sveit yfir sumarmánuðina. Starfið var
hafið í aprílmánuði, en í byrjun júní hafði nefndin ráðstafað 1500—
1600 börnum og mæðrum, rúmlega helming á barnaheimili, sem stofnuð