Menntamál - 01.09.1941, Síða 48

Menntamál - 01.09.1941, Síða 48
94 MENNTAMÁL ræðu nokkur mál, er ræðast áttu fyrir ári siðan, ennfremur ný mál, sem fram komu. Þessi mál voru tekin til umræðu á þinginu: Launamál kennara. Leikir barna í í'rímínútum. Tímaritið Menntamál. Samband barnaskóla og framhaldsskóla. Samband opinberra starfsmanna. Skólamál dreifbýlisins. Ríkisútgáfa námsbóka. Skýrslur milliþinganefnda og stjórnar S. í. B. Formaður S. í. B., Sig. Thorlacius, var veikur, og varaformaður fjar- verandi. Guðjón Guðjónsson, skólastjóri, setti þingið. Að því loknu voru kosnar fastar nefndir og starfsmenn þingsins. Viðvíkjandi skýrsl- um um einstök mál og samþykktum skal þessa getið: Launamálið. Að þessu máli hafði verið unnið af kappi í allan vetur, einkum eftir að Alþingi kom saman. Var skipuð sameiginleg nefnd Hafnarfjarðarkennara og Reykjavíkurkennara, til þess að vinna í sam- bandi við stjórn sambandsins að ýmsum kjarabótum. Hafði þingmönn- um verið ritað ítarlegt bréf með greinargerð, þar sem sýnt var fram á réttmæti þess, að kennarastéttin fengi allverulegar launabætur. Málið fékk heldur vinsamlegar viðtökur hjá alþingismönnum og ríkisstjórn, en dróst þó svo á langinn, að það fékk ekki samþykki sem lagagrein. Ríkisstjórn var þó gefin heimild til að afgreiða málið og skömmu fyrir kennaraþing, afgreiddi ríkisstjórnin málið með tilskipun, sem í aðal- atriðum hljóðar þannig: a. Laun farkennara hækka upp í 900 krónur. b. Starfstími kennara, til þess að hljóta fulla aldurshækkun á laun sín, lækkar úr 15 árum í 9 ár. c. Kennarar í kauptúnum, þar sem íbúar eru fleiri en í fámennasta kaupstaðnum, hljóti sömu launakjör og kaupstaðakennarar. Er hér um nokkrar launabætur að ræða, þó að ekki hafi náðzt það takmark, sem stéttin hlýtur að keppa að í framtíðinni, svo sem hingað til: hækkun grunnlauna. Samband opinberra starfsmanna í Reykjavík og úti um land hefir verið stofnað. Er sambandinu ætlað að vinna að hagsmunamálum hinna föstu starfsmanna. Stjórn S. í. B. hafði samþykkt að kennarasam- bandið gerðist aöili í sambandi þessu, en kennaraþingið tók þá afstöðu, að kennurum víðsvegar um land skyldi kynnt málið til hlýtar, áður en fullnaðarákvörðun yrði tekin um þátttöku sambandsins. Leikir barna í frímínútum. íþróttafulltrúi, Þorsteinn Einarsson, flutti

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.