Menntamál - 01.09.1941, Side 50
96
MENNTAMÁL
Fulltrúi kennara í ríkisútgáfunefnd:
Guðjón Guðjónsson.
Varamaður:
Aðalsteinn Sigmundsson.
í stjórn Menningarsjóðs kennara voru kosin:
Margrét Jónsdóttir, Gísli Jónasson og Gunnar M. Magnúss.
32 kennarar sóttu kennaraþingið.
Sigurður Thorlacius,
hefir nú látið af störfum sem ritstjóri Menntamála. Tók hann við
ritstjórn árið 1936 og hafði hana á hendi til ársloka 1940. Eins og
getið er um í fréttum frá kennaraþingi, hefir verið gerð tareyting á
útgáfustjórn. Fyrsta hefti eftir þá breytingu er minningarhefti um
séra Magnús Helgason. Fyrir hönd kennarastéttarinnar þakka Mennta-
mál Sigurði þann drjúga skerf, sem hann hefir lagt ritinu á undan-
förnum árum.
Ljóðabækur.
Menntamálum hafa verið sendar þessar ljóðabækur: Sigurjón Friö-
jónsson: Heyr'öi ég í hamrinum, I.—II. Akureyri 1939—1940. Margrét
Jónsdóttir: Laufvindar blása, Rvík 1940. Jóhannes úr Kötlum: Eitt
eilífðar smablóm, Rvílc 1940. — Verður þeirra nánar getið i næsta
hefti.
Menntamál
óska eftir fréttum frá starfi skóla og kennarafélaga víðsvegar um
land. Einnig væri æskilegt að fá aðrar fréttir, er snerta menningar-
mál þjóðarinnar.
RITSTJÓRI: GUNNAR M. MAGNÚSS.
Útgáfustjórn:
Hannes J. Magnússon, Akureyri; Jónas B. Jónsson, Reykjavík;
Ólafur Þ. Kristjánson, Hafnarfirði.