Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Síða 15

Menntamál - 01.10.1952, Síða 15
MENNTAMÁL 85 að svo sé. Tveir heimavistarbarnaskólar hafa um mörg ár starfað á Vesturlandi, skólinn í Reykjanesi við ísa- fjarðardjúp og að Finnbogastöðum í Árneshreppi. í Mos- vallahreppi í Önundarfirði hefur heimavistarskólahús verið í byggingu seinustu árin. Er þess að vænta, að byggingu þess verði lokið næsta ár, svo að skóli geti tekið þar til starfa. Á Reykhólum í Barðastrandarsýslu er beðið eftir fjár- festingarleyfi til byggingar á heimavistarskóla handa tveim hreppum eða fleiri. Undanfarna vetur hefur barna- skóli Reykhólaskólahverfis starfað að Reykhólum og börnin búið í heimavist í sundlaugarskálanum, sem er mikið og gott hús. Síðast liðið sumar flutti landsíminn stöð sína frá Borð- eyri inn að Hrútafjarðará. Bæjarhreppur keypti þá hús landsímastöðvarinnar á Borðeyri í þeim tilgangi að hafa þau fyrir skólahús handa hreppnum. Bæjarhreppur er barnmargur og þar hefur alltaf verið farkennsla við frem- ur erfið skilyrði. í landsímahúsinu, sem áður hafði verið, var svo komið fyrir heimavist og kennslu síðast liðinn vetur. Þótt húsið væri hvergi nærri til þess sniðið, reynd- ist þetta vel, svo að ánægja varð með breytinguna. í sum- ar verður húsinu breytt til skólahaldsins, og verður þarna framvegis heimavistarskóli Bæjarhrepps. Ef til vill koma þarna einhverjir hreppar til samvinnu. f Dalasýslu eru átta skólahverfi, og hefur lengst af verið farkennsla í þeim öllum, oft við hin lélegustu skil- yrði. í þessari sýslu er ekkert skólahús til. Tvo til þrjá heimavistarskóla þyrfti fyrir alla sýsluna. Að Laugum í Sælingsdal er gnægð af heitu vatni. Þar reistu ungmenna- félagar sýslunnar yfirbyggða sundlaug og skála fyrir um það bil tuttugu árum. Seinustu árin hefur eitt skólahverfi sýslunnar fengið að hafa heimavistarskóla í húsnæði sund- laugarinnar um fjögurra mánaða tíma hvern vetur. Flest- um aðkomandi mönnum mun finnast Laugar valinn staður

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.