Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Page 29

Menntamál - 01.10.1952, Page 29
MENNTAMÁL 99 tómri tómstundavinnu. Eftir hann liggja ýmsar kennslu- og handbækur í þessum fræðum, sem mjög hafa verið notaðar í skólum, Setningafræði, Ritreglur og Stafsetn- ingarorðabók. Þá verður Freysteini seint þakkaður sá greiði, er hann gerði íslenzkri tungu með útgáfu sinni á Dansk-íslenzkri orðabók, svo mjög jók hann við verk fyrir- rennara sinna á þeim vettvangi. Þótt lærdómur Freysteins sé mikill í reglum og rúnum tungunnar, er ekki minna vert um smekkvísi hans á blæ- brigði hennar og tök hans á auði hennar. Allt, sem hann lætur ritað frá sér fara, er gert af hagleik. Ræður hans og greinar eru fagurlega samdar. Enn fremur liggja eftir hann margar góðar þýðingar. Hafa Nonnabækurnar í búningi hans vakið fögnuð í mörgu ungu sinni. Kynni mín af Freysteini skólastjóra eru einkum runnin frá þeim árum, er ég kenndi við Kennaraskólann undir stjórn hans. Hann var Ijúfmannlegur húsbóndi og nota- legur samstarfsmaður. Hnyttileg gamanyrði eyddu oft- lega gráma verkdagsins í návist hans. Kvæntur er Freysteinn Þorbjörgu Sigmundsdóttur úr Reykjavík, og eiga þau tvö mannvænleg börn. Á. H.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.