Menntamál - 01.04.1958, Side 32

Menntamál - 01.04.1958, Side 32
26 MBNNTAMÁL þegar skólinn kom í nýja húsið, og nemendum fjölgaði um meira en helming. En meðan skólinn var til húsa í Grænuborg, gerði ég þetta jafnan sjálfur, og skapaðist við þær athuganir það form, sem nú er stuðzt við. Eftir kynningardagana þrjá hefst skólastarf almennt fyrir alla aldursflokka. En þeir eru þrír, þ. e. a. s. 6, 7 og 8 ára börn. Og nú byrjar tímabil í skólanum, sem kalla mætti: Frjálsar vikur, og eru þær venjulega þrjár. Reynt er þá að haga skólastarfinu þannig, að börnin verði sem minnst vör við umskiptin, komin úr frelsi sumarsins, frá heimilinu í skólann. Á þetta við alla aldursflokkana, en sérstakrar nærfærni er gætt við yngsta aldursskeiðið, sex ára börnin. Fyrstu dagana er börnunum í yngstu bekkj- unum kannske skipt í tvo hópa, og dvelur þá hvor hópur aðeins helming skólatímans hvern dag. Skólatíminn þreyt- ir þá ekki, og kennarinn fær persónulegri kynni af börn- unum. En frjálsu vikurnar er skólastarfið í léttum tón hjá öllum aldursskeiðunum. Góðar venjur eru æfðar á göngum og leiksviði, talað um þetta og teiknað, sungið, starfað og leikið. Átthagafræðivinnubrögðin eru í önd- vegi, þ. e. a. s. alhliðaþroskandi athafnir og námsstörf. Og viðfangsefnin eru óþrjótandi og allt í kring, tekin framan af beint frá reynslu barnsins og umhverfi þess. Margvíslegur efniviður er fyrir hendi og unnið í sam- ræmi við það: Teiknað, mótað í leir, lagt með pinnum, leikið og lært með mislitum perlum frá Reykjalundi, bæði fyrir stafi og í þágu stærðfræðiiðkana, hlutir gerðir úr pappír (pappírsbrot), klippt, límt, föndrað o. s. frv. Allt er starfið kryddað söng og sögum, ekki aðeins kennar- ans, heldur einnig barnanna, og hlutur barnanna vex með vaxandi getu þeirra. Sérhver skóladagur þarf að vera hamingjudagur fyrir hópinn og hvert einstakt barn, hver stund gleðistund, sem þokar öllum eitthvað áfram á göngunni til góðs „göt- una fram eftir veg“.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.