Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 32

Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 32
26 MBNNTAMÁL þegar skólinn kom í nýja húsið, og nemendum fjölgaði um meira en helming. En meðan skólinn var til húsa í Grænuborg, gerði ég þetta jafnan sjálfur, og skapaðist við þær athuganir það form, sem nú er stuðzt við. Eftir kynningardagana þrjá hefst skólastarf almennt fyrir alla aldursflokka. En þeir eru þrír, þ. e. a. s. 6, 7 og 8 ára börn. Og nú byrjar tímabil í skólanum, sem kalla mætti: Frjálsar vikur, og eru þær venjulega þrjár. Reynt er þá að haga skólastarfinu þannig, að börnin verði sem minnst vör við umskiptin, komin úr frelsi sumarsins, frá heimilinu í skólann. Á þetta við alla aldursflokkana, en sérstakrar nærfærni er gætt við yngsta aldursskeiðið, sex ára börnin. Fyrstu dagana er börnunum í yngstu bekkj- unum kannske skipt í tvo hópa, og dvelur þá hvor hópur aðeins helming skólatímans hvern dag. Skólatíminn þreyt- ir þá ekki, og kennarinn fær persónulegri kynni af börn- unum. En frjálsu vikurnar er skólastarfið í léttum tón hjá öllum aldursskeiðunum. Góðar venjur eru æfðar á göngum og leiksviði, talað um þetta og teiknað, sungið, starfað og leikið. Átthagafræðivinnubrögðin eru í önd- vegi, þ. e. a. s. alhliðaþroskandi athafnir og námsstörf. Og viðfangsefnin eru óþrjótandi og allt í kring, tekin framan af beint frá reynslu barnsins og umhverfi þess. Margvíslegur efniviður er fyrir hendi og unnið í sam- ræmi við það: Teiknað, mótað í leir, lagt með pinnum, leikið og lært með mislitum perlum frá Reykjalundi, bæði fyrir stafi og í þágu stærðfræðiiðkana, hlutir gerðir úr pappír (pappírsbrot), klippt, límt, föndrað o. s. frv. Allt er starfið kryddað söng og sögum, ekki aðeins kennar- ans, heldur einnig barnanna, og hlutur barnanna vex með vaxandi getu þeirra. Sérhver skóladagur þarf að vera hamingjudagur fyrir hópinn og hvert einstakt barn, hver stund gleðistund, sem þokar öllum eitthvað áfram á göngunni til góðs „göt- una fram eftir veg“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.