Menntamál - 01.04.1958, Side 55

Menntamál - 01.04.1958, Side 55
menntamál 49 í ljós. Einnig segir skýrslan frá umræðum á þriðju al- þjóðaráðstefnunni um fyrirkomulag tæknilegra tilrauna. Ráðstefna þessi var haldin í október árið 1956 í Wien að tilhlutun framleiðniráðs Evrópu. Á ráðstefnu þessari voru fulltrúar frá flestum löndum Vestur-Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum. Skýrslan varar við, að fyrrnefndum lönd- um bætist árlega of lítið við af vísindamönnum og verk- fræðingum (engineers). Ekki má líta of smáum augum á þá hættu, sem þessi staðreynd felur í sér. Tæknilegar framfarir, sem eru aðalþátturinn í bættum lífskjörum og öryggi eru að miklu leyti komnar undir því, að nægilegt starfslið vel hæfra manna sé fyrir hendi. Verkefnið á næstu árum er því það, að þjálfa og mennta nógu marga vísindamenn og verkfræðinga. Engin hætta er á, að of margir verði vel menntaðir. Þessi fullyrðing er byggð á rannsókn nefndarinnar á eftirspurn og fram- boði á sérmenntuðum mönnum. Rannsóknin sýndi, að alls staðar er skortur. Ríkisstjórnir og fræðsluyfirvöld þyrftu að reyna að sjá yfir langt tímabil í einu. Það er ekki nóg að mennta menn í allar lausar stöður, sem eru á hinni líðandi stundu. Ekki ftiá gleyma framtíðinni. Varað er við þeirri hættu, að ákvarðanir um stöðuval séu teknar eingöngu eftir þeim tækifærum, sem líðandi stund býður, oft á tíðum skamm- vinnar þarfir, sem stafa af stjórnmála- eða efnahags- öngþveiti. Sem dæmi bendir nefndin á þetta: Eftir síðari heims- slyrjöldina var víða of mikið af verkfræðingum. Þess Vegna var ungt menntafólk hvatt til að velja sér frekar Önnur viðfangsefni. Áhrif þessa reyndust miður góð, þeg- ar fram liðu stundir. Skýrslan fjallar sérstaklega um skort á vel menntuðum kennurum. Skortur á þeim er svo tilfinnanlegur, að víðast hvar hefur jafnvel almenningur veitt því eftirtekt. Aftur á móti hafa menn ekki séð og skilið eins vel þau beinu áhrif, sem verða af hinum geysilega skorti sérmenntaðra

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.