Menntamál - 01.02.1970, Síða 10
Félag háskólamenntaðra kennara
FHK var stofnað 8. nóvember 1964. Fyrsti formaður
félagsins var Jón BöSvarsson cand. mag. í félaginu eru
háskólamenntaðir kennarar á gagnfræðastigi, Verzlunar-
skóla íslands, Kennaraskóla íslands og nokkrir mennta-
skólakennarar. Á síðasta aðalfundi voru félagar 120.
Höfuðviðfangsefni félagsins hefur verið að gæta rétt-
inda og hagsmuna félagsmanna, en félagið hefur einnig
mótað stefnu í skólamálum almennt og gaf út Yfir-
lýsingu um grundvallarsjónarmið í skólamálum að lok-
inni menntamálaráðstefnu félagsins sumarið 1968.
Félag háskólamenntaðra kennara er aðili að Banda-
lagi háskólamanna. Núverandi formaður félagsins er
Jón Baldvin Hannibalsson MA. Aðsetur þess er í Braut-
arholti 20. Á félagsfundi 8. desember s.l. var Hörður
Bergmann BA kosinn fulltrúi félagsins í ritnefnd
Menntamála.
Félag menntaskólakennara
Félag menntaskólakennara var stofnað árið 1937 að
frumkvæði Sigurðar Guðmundssonar skólameistara og
Pálma Hannessonar rektors. Var Sigurður fyrsti formað-
aður félagsins. í félaginu eru allir fastir kennarar
menntaskólanna fjögurra, um 110 talsins, en stunda-
kennarar eiga aukaaðild. I hinum einstöku skólum starfa
svokölluð undirfélög. Aðalstjórn situr í Reykjavík, og er
formaður hennar Gunnar Norland, en ritnefndarmaður
Menntamála er Ólafur M. Ólafsson. Markmið félags-
ins er að vinna að menningar- og kennslumálum í
menntaskólum og hagsmunamálum kennara þeirra.
Kennarafélag Kennaraskóla íslands
Kennarafélag Kennaraskóla íslands var stofnað árið
1957, og munu þeir Ágúst Sigurðsson cand. mag. og
dr. Broddi Jóhannesson hafa haft forgöngu um stofnun
þess. Var félagið framan af fámennt, en félögum hefur
fjölgað ört síðustu árin, og eru þeir nú 44 talsins. Eru
þeir flestir fastir kennarar við skólann.
Um hlutverk félagsins er svo kveðið á í lögum þess,
að það skuli vinna að því:
að bæta starfsskilyrði og önnur kjör kennara við
skólann og vinna að viðgangi skólans á allan hátt.
Hefur félagið eftir mætti reynt að sinna þessu hlut-
verki, en starfsemi þess staðið með mismiklum þlóma,
eins og gengur. Núverandi formaður er Loftur Gutt-
ormsson sagnfræðingur, en íulltrúi íélagsins í ritnefnd
Menntamála er Indriði Gíslason cand. mag.
Félag háskólakennara
Félag háskólakennara hét áður Félag starfsmanna
Háskóla íslands, en ný lög, sem m.a. fólu í sér breytingu
á nafni þess, voru samþykkt á aðalfundi 11. feþrúar
1969.
Hlutverk félagsins er:
1. að vinna að bættri starfsaðstöðu félagsmanna,
2. að vinna að bættum kjörum og auknum réttindum
félagsmanna,
3. að vera í fyrirsvari fyrir félagsmenn gagnvart skyld-
um innlendum og erlendum félagssamtökum,
4. að stuðla að samtöðu meðal félagsmanna og efla
kynni meðal þeirra,
5. að efla skilning alþjóðar á þeim málum, er horfa til
framfara fyrir Háskóla íslands.
Félagar eru rúmlega 90. Formaður er Bjarni Guðna-
son, prófessor, og ritnefndarmaður Menntamála Óskar
Halldórsson, lektor.
Skólarannsóknir
menntamálaráðuneytisins
Skólarannsóknir voru hafnar á vegum menntamála-
ráðuneytisins vorið 1966, er Andri ísaksson, sálfræð-
ingur, var ráðinn til að annast fræðilega rannsókn á
íslenzka skólakerfinu með tilliti til væntanlegra breyt-
inga, þar á meðal lagabreytinga, í samræmi við þróun
og kröfur tímans. Skólarannsóknir voru gerðar að sér-
stakri deild í menntamálaráðuneytinu árið 1968, og hefur
Andri verið forstöðumaður alla tíð, en fræðilegir ráðu-
nautar hafa verið frá upphafi þeir Jóhann Hannesson,
skólameistari, og dr. Wolfgang Edelstein. Auk rannsókn-
ar þeirrar á skólakerfinu, sem áður er getið, hafa Skóla-
rannsóknir sinnt margvíslegum öðrum verkefnum, svo
sem endurskoðun námsskrár og umsjón með og aðstoð
við kennslufræðilegar tilraunir í skólum. Fulltrúi Skóla-
rannsókna í ritnefnd er Þuriður J. Kristjánsdóttir, upp-
eldisfræðingur.
MENNTAMÁL
4